2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
10.6.2020

Laxafréttir

 

Axel Karlsson með fallegan 88 cm lax úr Blöndu. Laxinn tók Kolskegg plasttúbu á sökkenda. 

 Núna er mikill spenningur í veiðimönnum fyrir laxveiðinni. Hún er komin af stað í nokkrum ám og víða hefur vel veiðst. Í opnunarhollunum í Þverá/Kjarrá og Norðurá veiddist frekar vel sem gefur góð fyrirheit fyrir framhaldinu. Í Þverá eru komnir tæplega 30 laxar á land eftir fjögurra daga veiði og opnunarhollið í Kjarrá er komið yfir 20 laxa eftir tveggja daga veiði. Norðurá var með 22 veidda laxa í opnunarhollinu og hollið þar á eftir gerði líka fína veiði - heildarveiðin þar komin í um 50 laxa. 

Flottur vorlax úr Kjarrá 2018. Mynd: Starir

Í Blöndu veiddust 9 laxar í fyrsta hollinu. Við heyrðum svo hljóðið í mönnum eftir fyrstu vaktir í hollinu á eftir og það var aðeins að togast upp en rólegt yfir því. Í Urriðafossi eru komnir yfir 100 laxar á land svo þar er að veiðast rosalega þessa dagana eftir rólega daga að opnun lokinni. Í opnun var vatnið virkilega illveiðanlegt en hefur núna aðeins gengið tilbaka. Laxinn er svo mættur af krafti. 

Af ám þar sem veiðin er ekki hafin hafa menn séð laxa ansi víða. Áður höfum við greint frá Elliðaánum, Laxá í Kjós, Laxá í Leirársveit og fleiri ám. Margir veiðimenn sem geta ekki beðið eftir að egna fyrir laxi kíkja reglulega í Elliðaárnar, frá þeim höfum við heyrt að laxinn sé mættur þar í töluverðu magni svo það verður mjög spennandi að sjá hvernig veiðin fer af stað.
Í Langá var verið að setja laxateljarann niður í Skugga. Innan sólarhrings frá því að teljarinn fór niður var talan þar komin yfir 10. Það verður því nóg af laxi mætt þangað enda enn rúm vika til stefnu fyrir opnun. Flugur.is eru orðin mjög spennt fyrir sumrinu og fyrstu laxveiðitúrunum. Skráðu þig hérna fyrir ferskar fréttir daglega og brakandi fréttabréf vikulega. 

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði