Veiðin fór vel af stað hjá þeim vösku veiðimönnum sem hófu leik á svæði Mývatnssveitar í morgun. Mjög spenntur hópurinn hefur haldist mikið til óbreyttur síðastliðin ár enda eru fáar leiðir skemmtilegri til að byrja veiðisumarið. Við heyrðum í heimildarmanni okkar Árna Friðleifsson fyrrum formanni Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem er við veiðar ásamt vini sínum Jóhanni Ísleifs. Þeir gerðu heldur gott mót í morgun í Geldingaey, 25 fiskar á land á stangirnar tvær. Fiskurinn kemur vel undan vetri og var gráðugur í flugurnar.
Mikil hamingja með fenginn sem var síðar frelsinu feginn enda farið að sleppa öllu fiskum 60cm og lengri í Mývatnssveitinni.
Árni sagði ennfremur að stöngin á Geirastöðum hefði gert fantaveiði og einnig landað um 25 fiskum á fyrstu vaktinni. Önnur svæði veiddu öll eitthvað en mismikið eins og gengur og gerist.
Við heyrðum svo aftur í Árna rétt í þessu þar sem hann var rétt búinn að landa þessum glæsilega fisk í Skriðuflóa.
Það er töluverður snjór í fjöllunum og vatn yfir meðallagi í ánni. En fiskurinn kemur vel undan vetri og það er gott að labba um Hásléttuna í leit að næsta urriðanum.
Jonni með pattaralegan fisk.