2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
30.5.2020

30 pundari, til eða frá

 
30 pund eða ekki?   Sá stærsti lengi.  Ásgeir Heiðar með hrygnuna stóru.

Núna þegar laxveiðin hefst ekki á morgun heldur hinn í Þjórsá og stuttu síðar Blöndu, Norðurá, Þverá/Kjarrá þá er mikill spenningur kominn í hóp veiðifólks sem getur ekki beðið eftir að sveifla flugum fyrir silfraðan nýrunninn lónbúann. Við munum fylgjast vel með en segjum hér til upphitunar sögu af stórlaxi með STÓRU S sem Ásgeir Heiðar fékk á Nesveiðum í Aðaldal. 

  Það var auðvitað mikil óheppni hjá Ásgeiri Heiðari að ná ekki að setja í aðra önd á Nesveiðum í Aðaldal því allir vita að söngur villiandarinnar er fagur og hún góð til matar ef vill.  En í staðinn varð hann að láta sér lynda þennan lax sem tók fluguna hans og er lang stærsti lax sem lengi hefur sést upp úr íslenskri á, 115 sm og nálgast 30 pundin ískyggilega (sumir segja rúmlega 30 upp á nokkur grömm).  ,,Þú hefðir nú getað brosað" sagði einhver á Fésbók en andarlaus maður er alvarlegur í bragði. Til hamingju Ásgeir Heiðar, þó það sé bara stórlax.  

Venjulegt viðfangsefni!

 Þetta var nú bara venjulegt viðfangsefni segir Ásgeir Heiðar í samtali við flugur.is um baráttuna við fiskinn.  Staddur í Árnesi, veiðihúsinu, eftir góðan dag  ,,Ég fór úr veiðihúsi kl. 6.30 og vissi sem var að langleggja spóaungar voru að þvælast fyrir í slóðanum upp í Grástraum.  Þar hafði veiðimaðurinn ekki tilfinningu fyrir að mikið væri af löxum í ánni svo hann æfði spayköst í neðri Grástraum um hríð og bjó til listilega hnúta á tauminn eins og hann sagði áður en haldið var niður að Vitaðsgjafa sem þar sem hann átti stefnumót við Jafet Ólafssson til að læra af honum um staðina.  

,,Ég hef aldrei veitt hérna áður sjálfur" segir Ásgeir Heiðar, en sagt mönnum til um svæðið nokkrum sinnum.  Einhverja tilfinningu hafði hann fyrir Hornflúðinni sem er skammt ofan Vitaðsgjafa og nú mun þeim sem þar hafa komið finnast áhugavert að þeir fóru yfir á bakkann öndvert til að kasta.  ,,Fá svona annað kasthorn" segir Ásgeir Heiðar.

Dauðarekið

,,Takan var þung og ákveðin" segir veiðimaðurinn sem var vopnaður Sage einhendu og með kvarttommu svarta frances undir.  ,,Lét hana reka dead drift" segir hann.  ,,Ég sagði þetta eru 12-14 pund".  Skömmu síðar hafði talan hækkað í 16-17 pund í áætlunum þeirra félaga en þá stökk hrygnan og enn hækkaði áætlunarvigtin.  Ásgeir Heiðar hefur tekið nokkra 20 pundara og yfir og í Kanada á hann rúm þrjátíu pund skráð svo hann er ekki ókunnur stórlöxum.  

20 mínútur eða svo

Slagurinn var ekki ýkja harður, laxinn var þreyttur á dauðu vatni nærri bakka og fékk ekki mikið súrefni auk þess sem straumur varð honum ekki til mikillar hjálpar.  Það er hér sem hugtakið ,,venjulegt viðfangsefni" kemur til sögunnar.  Jafet náði reyndar ekki með annarri hönd um stirtluna svo það var smá bras í löndum auk þess sem málbandið gaf sig, þeir mældu 98 sm fram að tálknbörðum og síðan hafa menn áætlað heildarlengd út frá myndum.  

,,Sumir segja 118 sm" segir veiðimaðurinn sem heldur sig við 115, en það eru 29 pund samkvæmt stöðlum.  Á spjallrásum heimta menn að hífa laxinn yfir 30 pund en Ásgeir segist ekki hafa neina þörf fyrir það. Hann segist þakklátur veiðifélögum á svæðinu fyrir að hafa ,,grisjað fyrir sig smálaxinn á Hornflúð" en þar tóku Hilmar Hansson og co tvo laxa í kringum 90 sm!

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði