2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
6.5.2020

Rugluð veiði á Kárastöðum

 Það var algjör drauma bingo veiði á Kárastöðum í gær. Við heyrðum í Sindra hjá FishPartner núna í morgun.

Sindri sagði svo frá "Já þetta var mesta rugl sem ég hef lent í. Kvöldið endaði í 34 urriðum á land, misstum örugglega annað eins. Týpíska Stærði var 55-65cm. En svo eitthverjir 7 á milli 70 og 80cm. Allt á streamer, olive ghost og black ghost aðallega. Af þessum 34 voru 31 út á Rauðkusunesi. Þarna var bara risastór og hungruð torfa sem kom inn. Vindurinn var beint á nesið rótaði upp fæði og urriðinn var æstur að taka flugurnar."

Sindri sagðist ennfremur oft eiga mjög góða daga á svæðinu en þessi kvöldstund hafi einfaldlega ekki verið í líkingu við neitt annað sem þeir hefðu prófað. Það var stanslaus löndunarbið á Rauðkusunesi. Fyrsti veiðimaðurinn fór útí, kastaði og setti í fisk. Sá fiskur togaður aðeins til hliðar og næsti út að setja í annan. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar voru veiðimenn með fisk á öllum þremur stöngum í einu. Algjört stuð frá sex um kvöldið og frameftir. Sindri benti einnig á að þó að Kárastaðir séu uppseldir næstu daga sé ennþá nóg laust eftir miðjan maí. Auk þess ættu Svörtu Klettar að fara að detta í gang næstu daga og þar sé hægt að nálgast leyfi frá og með morgundeginum. Hægt er að nálgast veiðileyfi hjá hjá FishPartner hérna.


12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði