Við heyrðum í Matthíasi Þór Hákonarsyni frá Akureyri. Hann kemur að leiðsögn og sölu nokkurra góðra urriðasvæða. Árbót, Staðartorfa, Múlatorfa og Presthvammi ásamt Mýrarkvisl en þar er alls staðar góð urriðaveiði auk laxavonar í Kvíslinni.
Matti for með félaga sínum og snapparanum Madda Catch í veiði á sunnudaginn og þeir gerðu fantaveiði í Brunná í Öxarfirði. Brunná geymir fallegan og stóran bleikjustofn ásamt mjög flottum sjóbirtingum og urriðum. Þeir félagar fengu fiska í uppánni og við ármôt Sandár en mesta veisla var neðan ármóta í Sandá sjálfri. Þeir lönduðu einfaldlega fisk eftir fisk þangað til að þeir urðu saddir.
Matti sagði okkur líka frá því að þegar skroppið hefði verið í urriðann í Árbót og Presthvammi væri búið að veiðast fínt. Torfurnar opna svo 20 maí og það verður gaman að fylgjast með fyrstu dögunum þar.
Við heyrðum einnig í veiðifélögum í Eyjafjarðará sem voru í fínu stuði um helgina. Nóg líf í ánni í fallegu vorveðri. Það er því víða hægt að komast í skemmtilegan vorsilung fyrir norðan.