2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
27.4.2020

Víða flott veiði þrátt fyrir árferði

 Við heyrðum hljóðið í nokkrum veiðimönnum sem voru að taka stöðuna í vötnum og ám landsins. Við heyrðum af góðu skoti í Eldvatni sem er komið upp fyrir 100 fiska núna í vorveiðinni og eftir kalt vor á áin enn mikið inni. Sennilegast besti tíminn framundan næstu vikurnar þar sem fiskur er ekki enn kominn neðarlega í ána. Menn voru að taka hann víða um ána mest á púpur eins og Copper John, Orminn og Phesant tail. 

Í Tungulæk var búið að skrá 266 fiska til bókar þann 24 apríl og þar eru að togast upp ca 8-10 fiskar á dag að meðaltali. Meðallengd fiska er ennþá mjög góð og kom til að mynda einn 87cm á dögunum á land sem tók straumfluguna Green Dumm.
Í Litlaá í Kelduhverfi eru komnir ríflega 200 fiskar á land sem er kannski ekki svo mikið í ljósi dúndur opnunar en ef litið er á heimasíðuna Litlaa.is er augljóst að það er nóg af lausum veiðileyfum sem skýrir auðvitað að einhverju leyti að ekki sé að veiðast meira í ánni. Við settum á dögunum inn myndband frá veiðifélögunum VÆS sem sýndi að það vantar amk ekki fiskinn þar.
Í Húseyjarkvísl voru algjör hamfaraflóð núna um helgina, það hlýnaði mikið í Skagafirðinum og fór áin mest í ca sexfalt eðlilegt rennsli sitt. Það var því lítið staðið við veiðina síðustu daga en núna er aðeins að rofa til og byrja að reytast upp fiskur aftur. Þegar hún fer aftur í eðlilegt vatn ca 10 rúmmetra, ætti að vera ansi gott að standa á bakkanum því veiðin hafði verið góð dagana á undan. 
 
Í Eyjafjarðará voru aðstæður síðastliðna daga líka svolítið erfiðar en byrjaði að rofa til aftur í gær. Við heyrðum frá einum veiðimanni sem setti í 7 fiska í gærdag og landaði þar af 4. Fínasti dagur með stöng í góðu veðri við Akureyri. 
Við heyrðum í Matthíasi Hákonar frá Akureyri, hann kíkti í Brunná í gær með tvo efnilega veiðimenn. Þeir settu og spiluðu 8 fiskar í svona skreppitúr en lönduðu tveimur fínum bleikjum. Það er búið að vera frekar hlýtt á norðurlandi síðustu daga og þarf kulda í kortin til að byrji aftur að veiðast betur. Og þannig hljóðar spáin inn í næstu viku svo staðan ætti að vera góð fyrir veiðimenn á leið í veiði. 

Á Suðurlandi eru veiðimenn helst að reyna vötnin núna með Veiðikortið að vopni. Vífilsstaðavatn, Elliðavatn og Þingvallavatn hafa gefið fiska en verið fremur erfið í kuldanum. Ís var á sumum svæðum Þingvalla við opnun en hann hopar hratt í hlýnandi veðri. Við sáum á vef Veiðikortsins að það var skot af urriða í landi Þjóðgarðsins á opnunardaginn og við höfum séð fréttir af mönnum að toga upp einn og einn fisk en það hefur verið erfitt þessa fyrstu vikuna. Á ION svæðinu hins vegar hefur manni virst vera nóg að gera hjá fólki í löndunum.  
Á facebook síðu Árna Bald hefur maður frétt af veiðimönnum að gera fínustu bleikjuveiði í Soginu svo þá má prufa það og auðvitað Leirá, Hólaá og Varmá til dæmis líka. Í Hólaá hafa verið að veiðast ca 5-20 fiskar á dag mest urriðar en einstaka bleikjur, stutt að fara þangað og taka úr sér hrollinn.

Smelltu hérna til að gerast áskrifandi af vikulegum Flugufréttum beint í pósthólfið þitt! 

Myndir með frétt af Angling IQ. 
Efri: Jon Hrafn leigutaki Eldvatns með 79 cm fisk tekinn á Svartan Dýrbít. 
Neðri: Flottur fiskur úr Eldvatni 78 cm tekinn á Phesant Tail.

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði