2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
23.4.2020

Mósambik: Tígrisfiskar - úr safni Flugufrétta

 Þeir voru fengsælir spúna- og beitukarlarnir sem Flugufréttir veiddu með í Mózambik í desember 2009 ,,Það var eins og að vera heilög jómfrú með vampíru á bátnum" segir Stefán Jón Hafstein. Veiðifélaginn var Jóhann Pálsson og beitti öllum tiltækum vopnum með þeim árangri að tígrisfiskarnir komu í loftköstum upp úr vatninu.

Á hinum bátnum voru þrír Íslendingar til viðbótar, allir þungvopnaðir með upp í 200 gramma spæni og beituna dinglandi aftan úr. Aflinn var stórfínn, nema á fluguna. ,,Skipperinn grátbað okkur að skipta um agn en sannkristnir fluguveiðimenn haggast ekki í trúnni. Við Guðrún kona mín stóðumst þessa eldskírn, tókum reyndar nokkra og skemmtum okkur mjög vel".

Ógurlegur tanngarður

Tígrisfiskurinn er ein eftirsóttasta bráð stangveiðimanna í sunnanverðri Afríku því sprettharkan er mikil. Fiskurinn dregur nafnið af ógurlegum tanngarði sem dugar til að bíta sundur bráð í stórfljótum álfunnar. Því nota menn vír sem taum næst flugunni. Stærstu fiskarnir sem hópurinn tók voru 5 kg og það voru nokkrir slíkir og margir á bilinu 3-4 kg. ,,Við fengum skot á fluguna" segir Stefán Jón, ,,þetta voru einkum stórar straumflugur sem við höfðum, með víðum bug á önglinum til að hann næði inn fyrir gríðarlegan tanngarðinn".


Fluguveiðihjónin í pásu á sandströndkrókódílanna, saltar pylsur, egg og sætt hvítvín var hugmynd vertsins að hádegisverði. ,,Þú ert eins og  mótmælandi við Kárahnjúka" sagði félagi s við SJH þegar veiðihúfan týndist og tjalda var öðru til.

Fiskarnir sýndu sig á lognspeglum í 40 stiga hita í ám sem renna í stærsta uppistöðulón Afríku, Cahora Bassa. Til að lokka þá að strá menn þurrkuðum sardínum í kringum bátinn, eða smáum beitufiski á stærð við hornsíli sem keyptur var af fiskimönnum á vatninu ,,Við náðum margoft að kasta flugunni beint á uppitökurnar, nánast milli augnanna á þeim, án þess að fá tökur." En svo komu skot og allar stangir bognar, líka flugustangir. ,,Það verður að taka þéttingsfast á þeim, því minnsti slaki gefur þeim færi á að sleppa. Hver slagur er því stuttur en mjög snarpur, og þeir stukku hæglega í augnhæð á okkur þar sem við stóðum í bátnum". En tígrisfiskurinn er ekki úthaldsgóður. ,,Þetta eru 100 metra hlauparar" segir Stefán Jón og segir tökurnar líkar og hjá fínum íslenskum urriðum. ,,Maður hefur fengið svona sprengitökur líka heima, en þarna var hver einasta taka dúndur". Það var rosaleg tilfinning þegar tökurnar komu og flugulínan sveið í fingurgómana meðan hún skar vatnsflötinn eins og eldflaug.

Hvað klikkaði?

,,Við ræddum mikið hvers vegna fiskurinn tók síður í fluguna" segir Stefán Jón. Margir segja að tígrisfiskurinn sé þannig frá skaparans hendi að standast ekki spinner, allra síst stóran rauðan, einkum ef vænn biti af fiskflaki dinglar aftaní. Þær flugur sem gerðar eru fyrir tígrisfisk eru mjög stórar straumflugur, ,,en við tókum eftir að tættar og illa leiknar flugur sem varla voru nema búkur og augu fengu ekki síður tökur" segir Stefán Jón.


,,Plís notaðu spinner" sagði skipperinn við Guðrúnu án árangurs.  Áhöfnin kallaði bátinn Halastjörnuna til heiðurs Gylfa Ægissyni án þess að tengslin væru skýr.

,,Þetta var frábær skemmtun" segir Stefán Jón, ,,Góður félagsskapur, stórkostleg náttúruupplifun - og stundum afli". Hann segist hugsanlega geta logið sinn besta fisk upp í 5 pund, en þau tóku allnokkra á bilinu 1-3 pund. ,,Og það var fínn slagur eins og vera ber". Sá stóri slapp reyndar. ,,Það var svakataka í einu orði, flugulínan fór út á sekúndubroti og síðan hellingur af undirlínu. Ég setti bremsuna eins þunga og vogandi var og ætlaði að kalla á kafteininn: Skipper, follow that fish - þá sleit hann. Eftir á að hyggja var hann líklega miklu stærri en allir fiskarnir sem hinir fengu" segir Stefán Jón án þess að blikna mikið.

Góður veiðitúr

Góður veiðitúr skilur mikið eftir sig þótt meiri afli hafi verið á önnur veiðarfæri. ,,Maður hefur um nóg að hugsa í allan vetur" segir Stefán Jón. Nú þarf að leggjast í rannsóknir. ,,Fyrst þegar við hjónin fórum í Veiðvötn var sagt að þar væri ekki hægt að veiða á flugu. Síðan var bara hægt að veiða á Dentist og þá bara litla ,,skemmtilega flugufiska". Nú veiðist best á flugu og stórir drekar koma árlega á það agn". Stefán Jón ætlar því að lesa sér meira til ef vera kynni að aftur bjóðist tækifæri til að kasta fyrir tígris. ,,Við vorum með stangir #9 og #10 og notuðum flotlínur og sökkenda í bland en á öðrum tímum þarf að sækja hann niður, þá stóru einkum". Ég hugsaði með mér að gaman hefði verið að eiga appelsínugulan Nobbler í yfirstærð, jafnvel Rektor. Suður- afrísku flugur minna ansi mikið á margar af okkar helstu flugum, við notuðum meira að segja systur Flæðarmúsarinnar. ,,Ég er klár á því að Shaggy Dog eins og ég geri hann svínvirkar á þessa kauða". Sjálfstraustið virðist því ekki hafa bilað tiltakanlega.

Kröftugur hópur

 Ef slaknaði á heyrðust rýtin í flóðhestunum, öskur apanna og vatnið rákaðist af krókódílum á veiðum. Þarna voru veiðimenn frá Malaví og Mósambik, Íslendingar með sameiginlega ástríðu og hittust á landamærum landanna tveggja. Reynir Þrastarson, nýkjörinn formaður Landssambands stangveiðifélaga, Jóhann Þorsteinsson sem býr í Mósambik, og síðan þeir Guðmundur Valur Stefánsson og Jóhann Pálsson.

Reynir með 10 pundara.

,,Tígrisfiskurinn er ekki talinn góður til átu svo lang mestu var sleppt. Við tókum nokkra og létum gera fiskibollur á gistihúsinu, þær voru fínar" segir Stefán Jón sem er með stuttmynd í smíðum um veiðiferðina: ,,Ætli það verði ekki jólamyndin á flugur.is í ár" segir hann. 

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði