2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
21.4.2020

Grænland: Flekkir af bleikju - úr safni Flugufrétta

 Í gær opnuðu flest veiðisvæði Þingvallavatns og það verður spennandi að sjá hvernig veiðimönnum gengur á fyrstu dögum vertíðar. Við ætlum hins vegar að horfa tilbaka á ferð sem Flugufréttir fóru í til Grænlands fyrir áratug síðan. Þarna má nú víst enn lenda í svolítilli veiði en hérna kemur frásögnin. 

  Útsendari Flugufrétta lenti í sannkölluðu Ævintýri þegar hann hélt til veiða á Grænlandi , þar sem bleikjan býr. Með Ingvari Karli, Flugufréttamanni voru Pálmi Gunnarsson, dóttir hans Ragnheiður, Bjarni Brynjólfsson, ritstjóri Veiðimannsins, og Gróa Ásgeirsdóttir, fráFlugfélagi Íslands.

Flogið var frá Keflavík til Nuuk á fimmtudegi til að stunda bleikjuveiðar næstu daga í ám í kring og fara loks heim á mánudeginum.Við gistum á hóteli í Nuuk með öllum þægindum og fórum daglega á bátum til veiða á ám í nálægum fjörðum bæði sunnan við sem og norðan við Nuuk. Þær ferðir voru ævintýri út af fyrir sig útsýnið var stórkostlegt.

Árnar á þessu svæði eru fremur stuttar og ekki mjög vatnsmiklar á íslenskan mælikvarða en allar troðfullar af sjóbleikju. Árnar bera yfirleitt ekki nöfn heldur eru nefndar eftir firðinum sem þær renna í.


Bjarni Brynjólfsson með eina feita og pattaralega.

Veðrið var ekki upp á það besta fyrsta daginn, blautt og frekar hvasst svo strax var farið í flugur í þyngri kantinum. Komið var fram á haust og því var mesta magnið af bleikju ofarlega í ánum. Spenningurinn skilaði okkur á mettíma og þegar komið var upp fyrir miðja á voru hylirnir kraumandi af fiski. Upp úr einum slíkum náðum við um 20 bleikjum á örskömmum tíma og úr öðrum 14 bleikjum á um 20 mínútum. Þegar upp var staðið höfðum við landað um 100 bleikjum á nokkrum klukkustundum, flestar á bilinu 2 - 6 pund, sáum margar stærri og reyndum mikið við þær. Bjarni Brynjólfsson náði landaði einni 9 punda eftir mikil átök.


Dökku flekkirnir eru eru bleikjutorfur. Þetta var algeng sjón í Grænlensku ánum.

Daginn eftir var veitt í annarri á þar sem fiskimagnið var margfalt meira, eitthvað sem ég hefði aldrei trúað. Um miðja á og upp úr öllu voru bleikjur í þúsundum, hver hylur stútfullur af bleikju sem bunkaði sig saman í torfur og breiðurnar og strengirnir á milli hyljanna hreinlega þaktir af fiski. Ég veit ekki hversu margar bleikjur ég fékk en eftir daginn skaut ég á c.a. 60 bleikjur á innan við 5 klukkustundum. Þar sem torfurnar voru þykkastar eltu þrjár til fimm bleikjur fluguna í hverju kasti og þegar líða fór á daginn fór ég að rífa flugurnar burt frá smærri bleikjunum sem voru um 2 pund en ef stærri bleikjurnar eltu leyfði ég þeim að taka. Þennan dag var veðrið stillt og bjart og þá fór fiskurinn að koma upp í þurrfluguna og voru tugir bleikja sem féllu fyrir því. Heildarveiðin hjá okkur þennan daginn hefur verið um eða yfir 200 bleikjur sem er hreint ótrúlegt á 5 stangir.

Þriðja daginn fórum við innar í þennan mikla fjörð sem er sá annar stærsti í heiminum og kenndur við Nuuk. Þar prófuðum við sjóstöng á leiðinni og veiddum þar karfa, þorsk, kola og grálúðu. Ferðinni var heitið inn í vík þar sem leiðsögumennirnir hafa til umráða tvo nýja sumarbústaði á mjög fallegum stað en þar geta veiðimenn einnig gist í þeim ferðum sem boðið er upp á. Í kringum bústaðina eru þrjár ár, við prófuðum tvær þeirra í stuttan tíma og sama sagan var, allst staðar fullt af fiski og stanslaus taka. 
Veiðitækin sem notast var við voru fjarkar og fimmur. Bleikjan á þessum slóðum er sterk og þegar sett var í fjögurra til fimm punda bleikjur var algjört ævintýri að eiga við þær. Við vorum um mánaðarmótin ágúst - september en mikið af aflanum nýgengnar sjóbleikjur og því greinilegt að bleikjan gengur upp í ár á þessum slóðum fram í september. Bestu flugurnar voru bleikar og appelsínugular, ásamt þurrflugunni þegar við átti. Þær sem helst gáfu var bleikur nobbler, appelsínugulur nobbler, heimasætu conehead, pheasant tail tungsten, litlar svartar púpur og svo caddis þurrfluga.


Pálmi Gunnarsson kastar fyrir blekjuna í vægast sagt grýttu umhverfi.

Leiðsögumennirnir okkar voru frábærir sem og starfsfólk ferðaskrifstofunnar. Flestir tala ensku afar vel og danskan er þeirra annað móðurmál. Allt var gert til að gera okkur ferðina sem þægilegasta og eftirminnilegasta og öryggið, maturinn og ráðstafanirnar í kringum ferðalögin voru hundrað prósent.

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði