2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
15.4.2020

Fyrstu tvær vikur vorveiðinnar

 Það er gaman að rýna í það sem komið er af tímabilinu. Það hafa skipst á skin og skúrir í vorveiðinni enn sem komið er. Flestar ár hafa átt mikla toppdaga þegar aðstæður eru góðar. En það hefur gengið óveður yfir landið, árnar hafa fyllst af snjóbráð, árnar hafa verið pikkfrosnar eða hlaupið upp í kakó. Allt sem maður getur átt von á á norðlægum slóðum í apríl þó að vorið sé búið að vera harðara en við höfum vanist síðastliðin ár. 

 Þær ár sem gaman er að fylgjast með eru til dæmis:
Litlaá, Varmá, Leirvogsá, Leirá, Tungulækur, Tungufljót, Húseyjarkvísl, Eyjafjarðará, Eldvatn og Geirlandsá.
Það er miserfitt að sjá hvað er að gerast og hvernig veiði gengur á svæðunum. Iceland Outfitters eru dugleg að setja inn stöðu uppfærslur í Leirá og þar hefur veiðin verið mjög góð í vor. Eins hefur Leirá verið atkvæðamikil á Snapchat hjá veiðimönnum, gaman að sjá svona myndbönd á vorin. Í Eyjafjarðará hafa veiðst um 100 fiskar á þessum fyrstu vikum allt upp í 83cm sjóbirting. Upplýsingagjöf er góð í kringum ána fyrir norðan á Facebook síðu þeirra Eyjafjarðará - sjóbleikja og sjóbirtingur. Í Varmá og Leirvogsá hefur ekki verið mikið um uppfærslur en við vitum að það hefur verið að reytast upp fiskur í báðum ánnum. Í Varmá hefur verið rólegra en venja er í vorveiðinni því oft eru tölur svakalegar þar í apríl og maí. Þar hafa aðstæður verið óvenjulegar áin sum staðar undir ís sem gerist nánast aldrei þar. Í Galtalæk og Minnivallalæk hefur líka lítið heyrst af veiði enda vorið verið mjög kalt og því ekki komið upp þessar príma aðstæður sem skapast þegar snögghitnar og lífríkið kveikir í ánni. Í dag opnar Villingavatnsós og Ion svæðin  á Þingvöllum það verður spennandi að sjá hvernig veiðin fer þar af stað. Vatnið hefur verið mikið til ísilagt en á Ion rennur útí heitt vatn svo þar er væntanlega hægt að bleyta fluguna. 

Í Tungufljóti hefur veiðin verið ævintýralega góð og það hefur verið sýnt frá mjög góðri veiði á samfélagsmiðlum. Facebook síða Fish Partner er svo dugleg að uppfæra veiðimenn um stöðuna í ánni. Til að mynda tók tveggja daga holl þar á dögunum 63 fiska. Marga mjög væna og meðallengd sennilega yfir 70 cm. Fjölmargir fiskar í kringum 80cm hafa veiðst. 

Í Laxá í Kjós hafa einstaka veiðimenn fengið að skreppa og gert mjög góða veiði. Sjóbirtingurinn er í góðu standi í Kjós og það hafa komið um 200 fiskar á land þrátt fyrir litla ástundun. Í Grímsá hefur verið mest megnis óveiðandi vegna kulda og ísreks í ánni. Í Geirlandsá fór áin mjög vel af stað veiðilega séð hjá árnefnd SVFK, menn lentu í bingó. Þar voru mörg tröll í opnun allt að 97cm sjóbirtingur og annar einum cm styttri. Öllum niðurgöngufiski er sleppt svo þessir höfðingjar mæta stærri til leiks í haust. 

Það er svo gaman að fylgjast með Húseyjarkvísl, Litlaá, Tungulæk og Eldvatni á AnglingIQ þar sem menn færa inn veiðitölur í AnglingIQ appið. Þar er hægt að skoða veiðikort, flóð og fjöru, hvaða veiðistaðir gefa best og hvaða flugur fiskar sækja helst í. Mikið af upplýsingum sem sagt sem hægt er að nýta sér til að veiða betur. Hérna má sjá dæmi um það. 

Til dæmis má sjá hérna að 13 apríl veiddust sex sjóbirtingar í Eldvatni, 60-81cm langir. 

Hérna sýnir graf veiðina í Tungulæk eftir dögum. Veiðin fellur niður enda fraus áin til dæmis í óveðrinu síðustu viku. 14 apríl veiddust svo 26 fiskar. 

Forsíða veiðibókarinnar efri hluti er svona. Einn hoplax hefur komið á land þetta vorið en veiðinni er haldið uppi af sjóbirtingi eðlilega. Þó hafa veiðst 17 fiskar sem skráðir eru staðbundnir. 

Fyrsta mynd er frá Valgarði Ragnarssyni: Double hook up sjóbirtingsgleði í Húseyjarkvísl. 

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði