2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
7.4.2020

Sjentilmenn segja frá - úr safni Flugufrétta

 Þegar veiðimenn eru í samsettu holli þá er aldrei að vita hverjir deila með manni veiðihúsinu. Það getur brugðið til beggja vona með það er oft eru þó góðar líkur á að veiðisjúklingar geti fundið einhvern farveg í spjalli og samveru sem hægt er að sættast á. Hérna er ein saga um óvissuna og það sem fylgir því að deila kofanum. 

 Við félagarnir vorum nú ekkert að vonast eftir fleirum í veiðihúsið.  Við áttum tvær stangir af þremur við fallegt silungsvatn, þriðja stöngin var í höndum einhvers annars sem alveg eins gæti komið næsta morgunn.  Það yrði fínt því þá fengjum við húsið fyrir okkur.  Við gerðum okkur klára um kvöldið og fórum til veiða án þess að þriðja stöngin mætti á svæðið.  En þegar við snérum aftur um miðnættið logaði ljós í skálanum og tveir náungar sátu með útvarpið á fullu og annar að reykja úti á palli.  Þetta lofaði ekki góðu.  Kannski ekki síst vegna þess að á borðinu var stór ginflaska.  Yrði þetta bölvað ónæði?  Maður vill helst ekki deila húsi með reykjandi fullum hávaðaseggjum.

 

Þetta voru kurteisir og rólyndir menn.  Reyktu ekki innan dyra, slökktu strax á útvarpinu og við gengum í garð, hrósuðu fallegu bleikjunum sem við vorum með í skjatta og buðu okkur gin og tónik, af því að þá langaði svo að við prófuðum þetta gæðamerki.  Drukku sjálfir í hófi. 

 

Þetta fór sem sagt vel og hófust nú vinalegar samræður sem oft takast meðal bláókunnugra manna sem eiga ekkert sameiginlegt nema ástríðuna að veiða á flugu.  Þetta voru sjentilmenn.  Enginn fór snemma að sofa af því að það var svo gaman að kjafta, og svo komumst við á trúnaðarstigið eins og táningsstúlkur sem segja frá ástarævintýrum undir fjögur augu, nema við sögðum frá flugum sem virka.  Þeir sýndu frábærar flugur sem við kíktum á, og ég ákvað að svipta leyndarhjúpnum af flugu sem mér hafði verið trúað fyrir í þetta vatn og hafði tekið vænstu fiskana um kvöldið.

 

Í bítið næsta morgunn buðu þeir okkur jógúrtmönnunum upp á beikonstafla sem þeir gátu ekki torgað, en við vorum svo heppnir að geta gefið ný uppáhellt kaffi sem þeir áttu ekki.  Í hádeginu þegar við komum í hús sögðu þeir: ?Strákar, það bíða hérna þrjár steikur handa ykkur sem við getum ekki klárað?, það var grillað grænmeti með, sósuna hituðu þeir í hvelli og snöpuðu saman ekta frönskum kartöflum; við vorum hinir ánægðustu með þetta því við vorum með kaldan kjúkling í poka og kæfu í dós.

 

Svo héldum við áfram að segja sögur.  Og spá í vertíðina.  Og skiptast á uppskriftum.  Mataruppskriftum og uppskriftum að flugum.  Og svo kom besta sagan.

 

Þeir fara á hverju ári í norðlenska á sem sögð er laxveiðiá, en vitað er að geymir hrikalega fallega bleikju í ósnum.  Hópurinn veiðir bara á flugu og þeir líta svo á að ef einhver nenni að reyna við laxinn þá sé það frjálst, en bleikjuna vilja þeir sækja. 

 

Svo kom saga um það að menn eigi aldrei að gefast upp.

 

Þeir voru eitt árið í þessari á.  Enginn lax.  Ekki um það að ræða.  Og lítið vatn, varla nokkurt, og svo var eitthvað lítið af öllu öðru.  Smám saman seig loftvogin í hópnum niður í alkyrru.  Þetta gat ekki farið vel. Síðasta kvöldið voru tappar teknir úr flöskum og ,,gefinn skítur? í hófsemina því enginn nennti að vakna næsta morgunn til að taka síðustu vaktina.  Þeir drukku vel og rækilega aldrei þessu vant.  Nema einn, þessi sem eldaði beikonið um morguninn í veiðihúsinu með okkur, og steikti innanlærisvöðva úr lambi handa okkur öllum.  Hann fór út og niður í eina bleikjustaðinn sem gat verið með lífi.

 

Það var stafalogn. Sól skein í heiði. Vatnið var stillt og kyrrt.  Nema.  Skammt undan sandrifi kraumaði.  Það kraumaði svo stórkostlega af bleikju að hann lagði frá sér stöngina þegar út á sandrifið kom.  Fór neðst á rifið og gerði geil í sandinn, hrúgaði upp öllum tiltækum sprekum og jafnvel bein úr dauðri álft; efnið fór í að búa til þró.  Þar ætlaði hann að segja aflann.  Þegar hann var loksins búinn að búa til nógu stóra þró sem virtist duga fyrir torfuna sem var að vaka fyrir framan hann hóf hann köstin.  Hann notaði litla Heimasætu, hnýtta á silfraðan þríkrók, mjög smáan.  Þær komu með boðaföllum á eftir.

 

Þegar nær dró hádegi renndi einn félaganna niður eftir til að sækja hann til heimferðar.  Stöðvaði bílinn hinum meginn við ána og kallaði yfir á sandrifið.  ,,Hvað er þetta maður, ætlar þú ekki að koma þér úr þessu fiskleysi?? 

 

Fiskleysið sást ekki í þrónni sem kappinn hafði gert.  Þar lágu 38 stórbleikjur á bilinu þrjú til sex pund.  Hann varð að fara þrjár ferðir yfir ána með skammt af fiskum í plastslöngum.  Eftir þá síðustu var hann gjörsamlega magnvana af hita og þreytu.  Það getur farið svona með mann fiskleysið. 

Sagnamaður SJH
Birt í nóvember 2009

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði