2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
29.3.2020

Tonnatak og töfrasproti - úr safni Flugufrétta

Það var næstum því liðið yfir mig þegar ég steig inn í bílskúrinn hjá Sveini Þór Arnarsyni á Akureyri núna í vikunni. Ætlunin var að fá hjá honum fáeinar flugur í sjóbirtinginn en hugtakið? fáeinar flugur? hvarf lönd og leið þegar horft var ofan í kassana hjá Sveini. Hann er með afkastamestu hnýturum landsins og deyr aldrei ráðalaus þegar hnýtingar eru annars vegar - þar er hann á heimavelli.

Það eru 7-8 ár síðan ég byrjaði að hnýta,? segir Sveinn. ?Það kom þannig til að Einar heitinn Long sem þá vann í Kaupfélaginu út við Lónsbakka, plataði inn á mig bleikum Nobbler sem ég veiddi gríðarlega vel á. Síðan glataði ég þeirri flugu en bleiki Nobblerinn kom aldrei aftur í Kaupfélagið til Einars. Þá hreinlega neyddist ég til að hnýta sjálfur slíka flugu og þannig byrjaði þetta hjá mér. Ég lærði þetta sjálfur og hef aldrei farið á námskeið, bara fengið smátilsögn um það hvernig á að lita efni og líka hvernig á að hnýta Caddis-þurrflugur.?

Sveinn virðir fyrir sér einn af þeim ótal bleikum Nobblerum sem hann hefur hnýtt á síðustu árum.

Þannig hófust hnýtingarnar hjá Sveini og það sem gerir hann ef til vill frábrugðinn mörgum öðrum hnýturum, fyrir utan ótrúleg afköstin, er útsjónarsemin sem hann sýnir við allt sem tengist fluguhnýtingum. Hann litar sjálfur mikið af því efni sem hann notar, hann býr sjálfur til mikið af döbbinu og hann notar aldrei lakk!

58 tvinnakefli á hálfu ári

Nei, ég nota bara tonnatak og mikið af því. Þannig verða flugurnar miklu sterkari og endast út í það óendanlega. Þú sérð tómu túpurnar þarna úti í horni og þar eru líka tvinnakeflin sem ég er búinn að tæma út af frá því seinnipartinn í október, mig minnir að þau séu 58,? segir Sveinn og bendir á hillu úti í horni á litla hnýtingaherberginu sem hann hefur innréttað í bílskúrnum sínum.

Ég kynntist Engilbert Jensen fyrir stuttu og það má eiginlega segja að þá hafi skrattinn hitt ömmu sína! Það fór vel á með okkur, við töluðum endalaust saman um veiði og hnýttum saman eins og brjálæðingar. Engilbert gaf mér toppeinkunn fyrir flugurnar mínar.

Meðal þess sem bar á góma hjá okkur var að Engilbert sagði mér að hann notaði kaffikvörn til að búa til döbb, hræra saman ólíka þræði og saxa þá niður. Þá datt mér strax í hug að nota bara töfrasprotann minn, tækið sem er yfirleitt notað til að hræra saman ýmis matvæli. Ég klippi niður garn í litla búta, set smá vatn saman við og kveiki svo á töfrasprotanum. Úr þessu verður til hið fínasta döbb!?

6.000 flugur á vertíðinni

2005 hnýtti ég 6.000 flugur en það var fyrsta árið sem ég hnýti svona rosalega mikið. Þá var ég á sjónum og hnýtti mikið um borð. Einu sinni kom ég með 1.000 flugur heim úr einum túrnum. Núna er ég hins vegar búinn að vera heima síðan í september 2006 og er kominn með um 5.700 flugur. Ætli það sé ekki mátulegt að hnýta 6.000 stykki á ári, en hjá mér er árið frá september fram í september, bara eins og kvótaárið.?

Yellow Ghost kallar Sveinn þessa flugu sem er hans eigin útgáfa af Black Ghost.

Röndin eða Beykir?

Já, ég byrjaði fljótlega að hanna mínar eigin flugur og ein af þeim fyrstu var Röndin sem hefur reynst mjög vel í silungi. Mér brá raunar þegar ég sá síðan fluguna Beyki eftir Gylfa Kristjáns en hún er sláandi lík Röndinni minni, aðeins búið að bæta við einhverju skeggi sem breytir engu. Ég nenni samt ekki að gera veður út af þessu, vil bara að menn haldi því til haga að Röndin mín varð til mörgum árum áður en Beykirinn kom fram í dagsljósið.?

Röndin eftir Svein Þór Arnarsson í tveimur litum.

 

Aðrar fisknar flugur

Þær eru náttúrlega mun fleiri flugurnar sem ég hef hannað en ef ég ætti að velja eina úr núna þá myndi ég vilja benda á Rolluna. Þetta er alveg sáraeinföld fluga en hún er rosalega fiskin. Ég hef fengið helling af bleikju á hana og félagarnir mínir líka og ég veit til þess að það hefur verið tekinn lax á hana, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, svo ótrúlegt sem það kann að virðast.?

 

Rollan eftir Svein og engin er regla án undantekninga því hér notar höfundurinn lakk með tonnatakinu. Búkurinn er baðaður í lakki.

Hnýtingar veita hugarró

En skyldi Sveinn aldrei verða leiður á því að hnýta? Margir endast við að búa til 2-3 flugur en taka sér síðan góða hvíld, verður Sveinn aldrei þreyttur á þessu föndri?

Nei, ég nota hnýtingarnar til að róa mig niður. Það veitir mér útrás að hnýta af fullum þunga. Ég þarf helst alltaf að hnýta nokkrar flugur fyrir svefninn til að geta hvílst almennilega á nóttunni,? segir Sveinn Þór Arnarson og sest aftur niður við þvinguna sína. Ég fæ hjá honum nokkra Nobblera fyrir sjóbirtinginn á sunnudaginn og læði mér aftur út úr bílskúrnum.

Höfundur Ragnar Hólm tekur viðtal við Svein Þór Arnarson

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði