2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
3.2.2020

Gera fiskar greinamun á mönnum? - úr safni Flugufrétta

Fyrir nokkrum árum áttum við veiðileyfi í Grenlæk á Seglbúðarsvæðinu. Þetta var í fyrsta skipti sem við fórum þarna til veiða og vissum í raun ekki hvað við vorum að fara útí. Þegar leið á haustið og "alvöru" túrarnir voru búnir fórum við að reyna að fá upplýsingar um svæðið. Ég fór í ónefnda veiðibúð hér í bænum til að kaupa tauma. Ég spurði í rælni afgreiðslumanninn hvort hann þekkti svæðið og hann hélt nú það. Ég spurði hann útí flugur og tauma og svaraði hann að bragði að þetta væru allt 2-3 punda fiskar og ef ég væri heppinn fengi ég kannski 4 punda fisk og taumarnir maður, góður 8 punda og ekkert stærra eða minna.

Prófa sem flestar 
Í sambandi við flugurnar væri best að prufa sem flestar sem ég tók sem gott og gilt. Dagarnir liðu og haustið minnti heldur betur á sig með fölnandi gróðri og kólnandi veðri en þegar er haldið til veiða má mín vegna rigna eldi og brennisteini. Það var komið að brottför og spáin var ansi góð, austlægar áttir og hlýnandi, já þetta var góður fyrirboði. Það var góð stemmning í hópnum og voru sagðar hetjusögur af mönnum og fiskum, sannar og lognar. Við renndum í hlað í myrkri og fengum góð ráð hjá Herði á Efri Vík hvernig við kæmumst á okkar veiðisvæði í birtingu. Menn voru vaknaðir snemma og við fyrstu skímu eftir morgunmat fórum við útá pall að "drekka" í okkur náttúruna heyrðum við í orðsins fyllstu merkingu að það voru fleiri að veiðum en við en við heyrðum byssuskot og gæsagarg. Haustið er sko tími uppskerunar.

Haldið á veiðar
Ég og einn félagi minn fórum á efsta veiðistaðinn og ætluðum að rölta þaðan niður ánna og hinir ætluðu að sama skapi að rölta upp ánna. Félagi minn rölti á undan en ég á eftir. Við köstuðum en fengum bara litla urriða. Þegar við komum að Kvörnini kastaði félagi minn nokkuð þétt þar án þess að vera var. Ég beið eftir að hann kláraði og þegar hann fór gerði ég mig kláran. Ég pældi í straumlaginu og kastaði. Alltí einu varð allt stopp og ansi vænn fiskur þurrkaði sig upp hylinn á sporðinum. VÁ! hugsaði ég, þessi er stærri en 2 pund og ábyggilega stærri en 4 pund, sem áttu víst að vera stærstir fiska hér samkvæmt sérfræðingnum í sportvörubúðinni. Það þýddi ekkert að vera hugsa um þetta því fiskurinn gekk nánast berseksgang í hylnum og ég með 8 punda línu. Eftir allskonar teygingar og beygingar lá 6 punda birtingur í valnum. Ég settist niður og hugsaði hvort ég ætti að setja sterkari taum á og skynsemin sagði já, en trúin á fagmanninum í búðinni var ennþá yfirsterkari.

Ljónatemjari
Aftur kastaði ég og nokkrum sinni enn og aftur var allt fast og annar berserkur gekk laus í hylnum og eftir að hafa hlaupið fram og til baka einsog ljónatemjari náðist 5 punda birtingur á land. Það fór að hvarfla að mér að sérfræðingurinn þekkti ekki þetta vatnasvæði og vildi ekki vera sér til minnkunar, að eigin mati, að þekkja ekki þetta fallega sjóbirtingssvæði. Ég fór í vasann og þar sem ég trúði því sem mér var sagt, var ég með þyngst 10 punda taum. Jæja, hann varð að duga. Ekkert meira gerðist þarna og ég dreif mig áfram en engu síður glæsileg byrjun að mínu mati. Ég kom að félaga mínu neðar í ánni og var hann með 3ja punda birting. Við hittum félaga okkar neðar í ánni og voru þeir enn fisklausir en höfðu þó séð líf. Um 13:00 ákváðum við að fara í mat og fara svo aftur út seinnipartinn. Ég var mættur í Kvörnina kl.17:00 og ekki hafði fiskur náðst þaðan síðan ég var þar fyrr um daginn.

Happatalan 13
Til þess að gera langa sögu stutta landaði ég 13 fiskum frá 2-8 pund og ég ætla ekki að þessu sinni að reyna ljúga að ykkur um alvöru fiskana sem teymdu mig fram og til baka einsog burðaklár. Sú saga kemur kannski seinna hver veit? Það var þungur burður niðrí bíl og sem betur fer hef ég þroskast og núna hefði ég sleppt megninu og verið sniðugur og sloppið við burðinn. Þegar var komið í hús var ég "hetjan" og sagði sögur af fiskum sem stukku til tunglsins og til baka í rokunum. Ég teiknaði hylinn fyrir strákana og útskýrði, ansi rogginn, hvernig það átti að bera sig að þarna. Eftir þó nokkra gleði fram eftir voru menn ansi árrisulir og ansi hungraðir. Ég var ánægður og lét strákana veiða en ég var samt í gallanum og með stöngina "ef einhver þyrfti aðstoð" eða þannig. Það leið á  morguninn og ég ákvað að kíkja á félaga minn sem ætlaði að þurrka út stofninn úr Kvörninni einsamall.

Kastað á rústirnar
Í lokin get ég sagt það, að ef ég hefði fengið réttar upplýsingar hefði ég rofið tveggja stafa múrinn. En að sjálfsögðu get ég kennt mér um að hafa treyst öðrum og ekki tekið með mér nógu sterkt taumaefni. Meðfylgjandi mynd er úr úr túrnum.
Hvað? Ég mætti honum á miðri leið þungbúnum og fisklausum. Var hann kannski með móral að hafa eytt öllu lífi úr Kvörninni og væri á leiðinni að ná í kerru eða tengi vagn undir aflann? Nei sem betur var það ekki það sem plagaði hann, því það var ég sem hafði gengið á vit eyðileggingar og nú var Kvörnin einsog Hirosíma forðum eftir mig, að hans sögn. Ég var nú ekki á sama máli og spurði hvort ég mætti kasta á rústirnar og var það leyfi auðfengið. Þegar ég var að fara hvíslaði vinur minn að einum vini okkar að ef ég myndi slysast til að fá fisk þarna væri ég í slæmum málum hvað svo sem það þýddi. Jæja ég fór með einu vitni sem  ætlaði að sjá niðurlægingu mína eftir helförina frá því í gær. Fisklausu rústirnar voru alls ekki rústir einar heldur gjöfull og fallegur hylur; sem sagt ég náði einum 5 punda og missti annan sem maður les bara um í sögum Munchausen  Þegar túrinn var gerður upp komu 17 fiskar á land og ég var lánsamur að fá 16. Það sem kannski stóð uppúr var tvennt: Gera fiskar greinamun á veiðimönnum?  Því ég ætla ekki að halda því fram að ég sé betri veiðimaður en hver annar. Hitt er, á maður að treysta "fagmönnum" í sportveiðibúðum sem vita allt en eru ekki sá þekkingarbrunnur þegar allt kemur til alls?

Með veiðikveðju 
Rögnvaldur Hallgrímsson

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði