2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
27.1.2020

Freistingin. Saga fluguveiðimanns - úr safni Flugufrétta

Við endurbirtum hérna sögu eftir hann Olgeir Helga Ragnarsson frá 2003. 
Myndin hins vegar er af stórri bleikju úr Lónsá á Langanesi.
 

 Ég beit það í mig sumarið 2001 að veiða eingöngu á flugu ? kannski aldamótaheit, hver veit. Ég á svosem nóg af annarskonar veiðigræjum, góðar kaststengur og fín hjól. En ég beit þetta í mig.Til að byrja með gekk fluguveiðin treglega og í fyrsta túrnum var ég fisklaus á meðan veiðifélagarnir voru að fá´ann. En ég gafst ekki upp þrátt fyrir að vera óneitanlega dulítið pirraður í upphafi. Og ég uppskar svo sannarlega ríkulega. Tengslin við ánna eru margfallt meiri og nánari þegar veitt er með flugu. Tilfinningin ríkari og spennan meiri ? alltaf.


Við það bættist að þegar leið á sumarið var ég aflakóngur túr eftir túr - sem er hinsvegar auðvitað algert aukaatriði eins og við vitum.

Svo kom veturinn og veiðin lagðist í dvala ? þó fór ég að hnýta svolítið af flugum.

Svo kom sumarið, en einhvern veginn leið það án þess að ég gæfi mér færi á að fara í veiði. Gekk að vísu einn sólbjartan dag með 8 ára gamalli dóttur minni, mikilli veiðikló, upp á fjall í svolitla á með sprækum urriðum, en fengum engan fisk. Sáum þó einn.

Áður en varði var orðið áliðið sumars. Þá kom að því að stóri bróðir bauð mér með í veiðiferð. Þið vitið hvernig þetta er með stóra bróður og litla bróður ? litla bróður er búið að dreyma um það frá því hann man eftir sér að stóri bróðir byði honum í veiðitúr! ? og þannig var það líka með mig.
Hann var að fara ásamt yngsta syni sínum, tólf ára gömlum, á þjóðsagnakenndan veiðistað sem erfitt er að komast að en sögur herma af ótrúlegri silungsveiði ? þó hef ég staðfestar frásagnir um að fengsælir veiðimenn hafi farið þaðan með öngulinn í rassinum, en þeim sögum er auðvitað haldið minna á lofti.

Veðurstofan spáði skúrum en skúrirnir reyndust ansi langir og stutt á milli þeirra ? eiginlega voru þeir samfelld rigning og jaðraði við slagveður. Þegar við komum á staðinn settum við flugu undir - Peacock kúluhaus, allir. Bróðursonurinn með floti. Ég fékk fljótlega rúmlega tveggja punda bleikju ? fallegan fisk ? heldur betur hróðugur að vera á undan Stórabróður að fá fisk, þó ég léti á engu bera. Stóribróðir hafði misst fluguna og fékk hjá mér aðra ? græna Montana og fékk fisk á hana litlu síðar. En þá var ballið búið..... Við urðum ekki varir, ekki högg, ekki skvetta!

Fer að reyna á....

Þannig liðu tveir tímar ? hellirigning og ekki einn fiskur á þessum þjóðsagnakennda veiðistað..... hálfkalt og hálf-fúll..... Ég ákvað að vaða yfir ána og prófa hinu megin, grasið grænna og allt það.... 
Í miðri ánni þar sem ég stóð í vatni upp undir hendur þá dólaði þessi líka flotti fiskur fram hjá mér skammt undir yfirborðinu - ég hefði getað klappað honum ef ég hefði teygt út höndina. Merkilegt hvað svona sjón getur létt manni lundina á augabragði.

Ég kom mér upp á bakkann og byrjaði að kasta. Rak augun í stein í miðri ánni töluvert neðan við mig. Ákvað að nota hann sem viðmið. Kasta þvert á ánna og færa mig í rólegheitum niður undir hann. Það var suðaustan strekkingur og dálítil gára. Engu líkara en steinninn fylgdi öldunni, ég taldi víst að gáran væri að blekkja mig og hélt áfram að berja ánna. Svo fór ég að píra augun ? jú, steinninn hreyfðist, það fór ekki á milli mála! Ég fylgdist betur með honum. Þá tók ég eftir bakugganum og stundum efsta hlutanum á sporðinum. Þarna lá þá þessi svaka drellir í yfirborðinu og var, tja, ég veit það ekki, kannski á beit? Þetta hafði ég aldrei séð áður! Mögnuð sjón.

Reynt við drellinn

Ég kastaði í áttina til hans nokkrum sinnum, en hann brá ekki við, færði sig örlítið undan ef eitthvað var. Blóðið komið á hreyfingu hjá mér og ég einbeitti mér að því að miða flugunni rétt framan við fiskinn og festi hana auðvitað í bláberjalyngi aftan við mig. Um svipað leyti lét hann sig hverfa. Ég brölti út í móann til að leysa úr flækjunni og finna fluguna. Þegar ég sneri mér að ánni var hann kominn á sinn stað á ný. Minnti helst á hákarl, mér varð hugsað til Ókindarinnar. Ég kastaði á hann nokkrum sinnum til viðbótar en hann lét ekki svo lítið sem hnusa af flugunni. Á endanum lét hann sig hverfa hljóðlaust í djúpið. Ég færði mig yfir ánna aftur.

Á meðan þessu fór fram hafði bróðursonurinn breytt um taktík og var farinn að beita maðki. Hann stóð upp undir fossi og kastaði þar út og dró inn. Ég fór til hans og sagði honum að kasta upp undir fossinn og láta svo reka niður með straumnum. Það var eins og við manninn mælt að það tók fiskur hjá piltinum. Við þetta breytti Stóribróðir um taktík líka og færði sig yfir í maðkinn. Og það var ekki að spyrja að því, feðgarnir fengu fisk í hverju kasti. Stóribróðir varð heltekinn veiðigleði og gaf sér varla tíma til að koma fiskunum á land, svo mikill var atgangurinn. Ég tók eftir að það hafði heldur létt til og rigningin minnkað.

Ég þráaðist við í flugunni og lét mig ekki þó ég horfði á þá feðga í mokfiski við hliðina á mér ? Stóribróðir bauð mér maðk og það freistaði svo sannarlega, en ég stóðs freistinguna ? með erfiðismunum þó, ,,takk samt?.... Ég skipti yfir í brúnan ,,maur? ? fannst hann minna svolítið á maðk og vonaði að það hefði lystaukandi áhrif á bleikjuna. Varð ekki var. Ég gerðist enn órólegri að horfa á feðgana í svona moki, hugsaði með mér hvort ég ætti ekki bara að láta vaða í maðkinn, ég fengi allavega nokkuð örugglega fisk. Köstin urðu flausturslegri. Ég horfði öfundaraugum á Stórabróður með sveigða stöngina og í því kræktist flugan í derið á húfunni minni. Það var hætt að rigna.

Og svo...

Ég ákvað að forlögin hefðu tekið í taumana og klippti því á girnið en lét fluguna vera í derinu. Setti undir Mobuto, granna svarta, líka blóðormi. Kastaði henni þrisvar án nokkurra viðbragða. Og feðgarnir mokuðu enn! Ég dró andann nokkrum sinnum djúpt og reyndi að taka mér tak. Sagði við sjálfan mig að ég mætti ekki láta þetta ergja mig.

Ég var loksins farinn að róast. Búinn að taka ákvörðun um að snerta ekki maðkinn. Loksins aftur farinn að njóta útiverunnar þó veiðin væri ekki eins og hjá feðgunum. Ákvað að nota þetta tækifæri til að læra meira í fluguveiðifræðunum og prófa nýjar og nýjar flugur þar til ég fyndi þá réttu, hver skyldi fá þrjú köst, það var greinilega tökufiskur þarna. Ég var satt að segja orðinn pollrólegur. Mobuto var búin að fá sinn skammt, klippti hana af og valdi Tailor. Kastaði henni þvert á ána og tók aðeins í línuna. Snögglega blasti við mér ljós kviðurinn á fiski sem brá við flugunni. ?Þetta er sú rétta,? hugsaði ég með mér ánægður og lýsti því yfir við Stórabróður fullur sjálfstrausts að ég væri búinn að finna þá réttu.

Skömmu síðar tók fiskur og svo hver af öðrum. Ég fékk þrjá á stuttum tíma. Þá kom smáhlé. Svo tók einn ansi öflugur. Spændi út af hjólinu með boðaföllum og látum, en slapp. Ég veit ekki hvað gerði það að verkum að ég fór að fá ´ann, hvort það var flugan, veðurbreytingin eða það að ég var farinn að róast og skapið komið í lag. Kannski var það sitt lítið af hverju, en ég er á því að veðurbreytingin í sálinni hafi e.t.v. haft meiri áhrif en flugan.

Í því sá ég að bróðursonurinn var með stóran fisk á og í vandræðum. Ég lagði frá mér stöngina til að hjálpa honum að landa. Sá reyndist rétt um 5 pund. Um þetta leyti ákváðum við að nóg væri komið og fórum að taka saman og koma okkur heimleiðis, enda áliðið dags og erfið ferð fyrir höndum.
Það höfðust 18 fiskar í túrnum, flestir 2-3 pund. Þetta var stórfínn og skemmtilegur dagur í góðum félagsskap ? ekki spillti veiðin. Og ég var svo sannarlega sæll og ánægður að hafa staðist freistinguna að halda fram hjá flugunni, það var toppurinn á deginum! Mér var hjartanlega sama þó ég væri með fæsta fiska.

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði