Hugljúf jólasaga umbrotna stöng og ánægðan veiðimann!
Í sumar hafði Sigurður Magnússon samband við veiði vefinn og fékk nokkrar ábendingar varðandi veiði á urriðasvæðinu í Laxá í Þing. Hann var þá beðinn um að segja hvernig gengi og nú hefur sagan borist. Sagan lýsir jólalegu viðhorfi, kjörin til að minna okkur veiðimenn á til hvers við þreyjum veturinn og að nú fer sól hækkandi á lofti! Sigurður skrifar Stefáni Jóni:
"Fyrri part dags var ég í Geldingaey. Hún gaf mér ekki nema nokkur högg, en skemmtilegast þeirra var það sem ég fékk í Langaviki. Ég hafði aldrei veitt í Geldingaey fyrr og hafði verið að rifja upp veiðilýsingar nafna þíns
Jónssonar yfir nestinu mínu við Hagatá áður en ég rölti með ánni upp í Langavik. Þar segir Stefán að efsti urriðinn liggi gjarnan í straumbárunni út af nefinu ogsá sé gjarnan stór (heldur svo áfram: "Að honum teknum ...
o.s.frv."). Ég hafði svo sem reynt að sjá fyrir mér í huganum hvernig báran sú liti út, en aldrei hafði mig grunað að hún væri svo stór og greinileg sem raun bar vitni og reyndar ógjörningur að villast á því við hvað Stefán átti. Ég lét auðvitað reyna ákenninguna og þegar flugan (Black Ghost) barst niður
úr bárunni og upp á grynninguna fyrir neðan nefið var eins og einhver hefði kastað vænum hnullungi á hana,þvílíkt var skvampið sem silungurinn gerði þegar henn glefsaði og sneri jafnskjótt á punktinum út í strauminn. Ég sá
hann ekki aftur, en eins og nafni þinn sagði fyrir um var hann vænn.
Meira fjör
Seinnipartinn átti ég Brettingsstaði og vissi nákvæmlega hvert ég ætlaði. Ég heillaðist af Vörðuflóanum þegar ég kom þangað fyrst og varð ekki fyrir vonbrigðum í þetta skipti heldur. Ég var svo lánsamur að hitta veiðimanninn á hinni stönginni í hvíldinni og hann sagði mér vel og nákvæmlega tilvaðs í
Vörðuflóa, sem ég hefði sennilega ekki þorað aðleggja út í öðrum kosti. Þetta reyndist leikur einn og opnaði nýjar víddir, því eins og þú veist er þröngtum kastið frá Brettingsstaðalandinu. Eftir 10 mínútnaveiðiskap var ég kominn með tvo fiska, svo sem ekkert stóra, en deginum var þó bjargað.
Ekki löngu síðar setti ég í 3,5 punda fisk neðst ábrotinu (Vörðunni), sem stökk og hamaðist eins og hann ætti lífið að leysa. Þegar hann var kominn í landvar lönguninni í adrenalínsprengingar full svalað í bili og mér þótti tími til kominn að reyna eitthvað annað.
Púpa
Ég hafði þegar þarna var komið sögu
ekki náð að setja í fisk með púpu upp í straum og tökuvara,en óvíða eru aðstæður betri en við Vörðuflóa til að æfa þau handtök. Ég ætlaði varla að trúa eigin augum þegar tökuvarinn hvarf undir yfirborðið rétt við nefið á mér í öðru kasti. Ég tók þétt á móti og negldi þar með 4 punda hnullung. Ég landaði honum og tók svo góða pásu. Þá var þetta dýrðlega kvöld logn að detta á og fiskur farinn að éta uppi upp með bakkanum. Ég færði mig ofar og fór að sýna honum þurrflugur.Því miður stóð sú skemmtun ekki lengi, því ég var svo
óheppinn að brjóta toppinn af stönginni (án þess að ég viti hvernig það gerðist).
Ánægja!
Við flestar aðrar aðstæður hefði ég orðið grútspældur og sárreiður sjálfum mér fyrir klaufaskapinn, en það var bara búið að vera svo gaman að ég gat ekki skipt skapi yfir þessu óhappi. Ég lagði mig því undir runna og fékk mér kríu í blíðunni þangað til konan og synirnir sóttu mig á umsömdum tíma. Frábær dagur. (Ingólfur í Vesturröst bætti mér svo toppinn þegar heim var komið, eins og hans var von og vísa.)
Sigurði er þökkuð sagan sem auðveldar okkur að þreyja vetur fram að vori.
Sagan birtist upphaflega í Flugufréttum 22 desember 2000.