2025 - 2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
20.12.2019

Íslandsmótið í Fluguveiði - úr safni Flugufrétta

 

Í einum nýlegum þætti hjá @Flugucastið var rétt aðeins talað um Íslandsmótið í fluguveiði. Það var því gaman að sjá eina grein um mótið sem fram fór 29 júlí árið 2000 þar sem Björgvin A. Björgvinsson bar sigur úr býtum.

 

 Hógvær Íslandsmeistari 

Björgvin A. Björgvinsson ákvað að fara með afslöppuðu hugarfari í fluguveiðikeppnina og uppskar eins og hann sáði.

Það er framandi hugsun að keppa í fluguveiðum, um það eru allir sammála sem reynt hafa, og sigurvegarinn í fyrsta Íslandsmótinu engin undantekning.  Hann er með rétta hugarfarið í veiðinni og komst því áfallalaust í gegnum keppnina: "Þetta var bráðskemmtilegt og ég ákvað að fara með afslöppuðu hugarfari til leiks.  Setti mér það markamið að setja helst í einn fisk, bara alveg eins og þegar ég veiði almennt".

Hvernig er að keppa?

Mörgum fluguveiðimönnum finnst eflaust forvitnilegt að vita hvernig er að ganga til keppni með stöng í hönd.  "Það eru eðlilega skiptar skoðanir um svona, en mér finnst gaman af að takast á við eitthvað nýtt" segir Björgvin.  Hann læturv el af skipulagi og því góða andrúmslofti sem var á meðal veiðimanna.  "Það er alveg frábært að kynnast nýjum veiðimönnum, spjalla og bera saman bækur, þetta er einmitt eitt af því sem er svo skemmtilegt við veiðina.  Ég lít svo á að fiskurinn sé bara bónus".

Öllum fiski var sleppt að lokinni mælingu.

Jákvætt viðhorf

Björgvin segir að hann hafi veitt í Brúará fyrr og það hafi veitt sér sjálfstraust.  En þegar á hólminn kom dró hann tvo staði sem hann hafði aldrei veitt á áður, og sá þriðji átti að veiðast á tíma sem hann taldi vonlausan.  Hann segist hafa hugsað svolítið um keppnina dagana á undan, en þegar á hólminn kom hafi hann verið afslappaður, "ég fór bara í minn veiðiheim".  Og tókst að finna fisk.  "Bleikjuveiðin gengur svo mikið út á að finna fisk, mér tókst að hafa upp á lítilli fjölskyldu!"

Agnhaldslausar flugur

Björgvin segist óvanur þeim ströngu reglum sem fylgja svona veiðiskap, til dæmis að veiða bara á agnhaldslausar flugur.  Hann telur sig hafa misst fiska vegna þess, "maður verður að halda nokkuð stíft við, má ekki missa þær of langt frá sér".

Hann er þegar byrjaður að hugsa um keppnina á Írlandi þegar hann mætir erlendum stórveiðimönnum, "kannski maður spái eitthvað í lífríkið þarna, er þetta ekki urriði? Það er þá að "flassa" einhverju á hann!

Björgvin sigraði með því að ná fjórum bleikjum í Brúará. Heildarlengd þeirra var 171 cm.  Alls voru 10 keppendur á mótinu. 

 

-sjh 2000

23.12.2019

Skötudagur

22.11.2019

Aftur í silunginn?

5.4.2019

Snjóbirtingar

10.2.2019

Bónaðu línuna!

23.11.2018

Aftur í silunginn?