Kristján Páll Rafnsson hjá Fishpartner svaraði fyrir okkur nokkrum spurningum á snöggan og öruggan máta. Fishpartner er veiðileyfasali sem hefur sett mikinn fókus á silungsveiðar á Íslandi, við Þingvelli og víða á hálendinu ásamt því sem þeir koma að leigu fleiri svæða.
Hver er fyrsta minning þín af veiði? Í fljótsbotni ca. fimm ára gamall
( á mynd einhverstaðar sem minnir mig á)
Hvers vegna fluguveiðin? Einfaldlega langskemmtilegasta aðferðin sem kemur manni í beina snertingu við fiskinn.
Eftirlætis flugan? Allskonar með hár.
Eftirminnilegasti fiskur sumarsins? Trukkur sem ég setti í í ánni Kola á Kólaskaga. Elti hann niður ca 200 metra þar sem hann lét sig gossa niður flúðir og sleit.
Eftirlætis áin? Þær eru svo margar.
Hvaða fiskitegund finnst þér skemmtilegast að veiða? Ég elska alla fiska sem taka flugur, stóra sem smáa.
Draumaveiðistaðurinn þinn, hvaða staður er efstur á óskalistanum? Kúba.