2025 - 2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
16.12.2019

Urriðalán á Þingvöllum - úr safni Flugufrétta

 Fimmtán punda urriði á flugu númer tólf og átta punda taum!

Líklega stærsti fluguveiddi urriði á Íslandi árið 2000

Andrew Horne var sá lánsami veiðimaður sem kastaði Peacock númer 12 fyrir smábleikjur á Öfunsnáða og uppskar þennan draum allra silungsveiðimanna: hinn eina sanna Moby Dick!

 

"Þetta var eins og venjulega bleikjutaka" segir Andrew, og bætir við: "Það var merkilegt að sjá hann eins og lax, silfurbjartan, ekki með rauðum deplum eins og venjulega á urriða". Og svo fór línan út! Ekki einu sinni. Ekki tvisvar. Ekki þrisvar.Heldur fjórum sinnum. "Það voru kannski 20 metrar eftir af undirlínunni þegar minnst var" segir Andrew.  Hann var í 30 mínútur að þreyta flekann og var ekki með neinn tröllabúnað. ABU Garcia stöng fyrir línu sex,Cortland hjól og intermediate línu; en flugan sem fiskurinn tók var númer 12.Hiklaust má jafna við að hann hefði náð 25 punda laxi við venjulegar aðstæður.  Fiskurinn var rannskaður og reyndist vera átta ára urriði  með bleikjubein í maganum og ekkert annað. Hér eftir er ekkert ómögulegt!

Þetta var árið 2000. Eftir samstillt átak til að hlúa að stofni Þingvallaurriðans eru nú 15 punda urriðar á hverju strái í vatninu og þar veiðist fjöldinn allur af vænum urriðum á hverju sumri. Þeir fá svo að svamla aftur út í og halda áfram sínum magnaða lífsskeiði, stækka og dafna. 

23.12.2019

Skötudagur

22.11.2019

Aftur í silunginn?

5.4.2019

Snjóbirtingar

10.2.2019

Bónaðu línuna!

23.11.2018

Aftur í silunginn?