Flugufréttir vikunnar eru í beinu símsambandi við hollið sem nú er að ljúka veiðum í Mýrarkvísl og þar segjast menn varla hafa séð ána jafn líflega áður. Steingrímur Einarsson var í Langadalsá og segir fréttir þaðan, Kristján Hauksson fékk bara hnausþykkt kakó í Hjaltadalsá, Barmarnir gerðu frábæran túr í Langá, Marinó Heiðar rannsakaði austfirskar sjóbleikjuár og Sveinn Þór sýnir tvær nýjar flugur. Glóðvolgar og spriklandi kátar Flugufréttir með morgunkaffinu alla föstudaga. Myndin er tekin við Mýrarkvísl í gær.