Þetta verður trúlega með betri sumrum í Svalbarðsá og þrátt fyrir þurrka um suðvestanvert landið þá glímir Laxá í Dölum ekki við vatnsleysi eins og stundum áður. Við segjum þá sögu í Flugufréttum vikunnar og leggjum á flótta undan ofurstórum fiski í Eyjafjarðará, löndum þremur á smátíma í Fossá, skjótumst inn á Bleiksmýrardal og fjöllum um innrás hnúðlaxins sem nú hefur veiðst í hvorki meira né minna en 60 ám hringinn í kringum landið. Er hann kominn til að vera? Er hann ætur? Bragðgóðar Flugufréttir með morgunkaffinu föstudaginn 30. ágúst. Mynd: Fallegum tveggja ára laxi sleppt eftir góða viðureign í Svalbarðsá í Þistilfirði.