2025 - 2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
16.8.2019

Hundraðkallarnir streyma á land

Laxar og sjóbleikjur ráða ríkjum í Flugufréttum vikunnar. Eftir gríðarlegt regn á Norðurlandi hafa árnar þar fyllst af súrefnisríku vatni og stórlaxarnir skríða úr fylgsnum sínum. Nesveiðar í Aðaldal tóku kipp um miðja vikuna og sömu sögu er að segja af Hrútafjarðará. Flugufréttir ræða við veiðimenn sem brosa út að eyrum í Aðaldal og Hrútafirði. Síðan er farið á sjóbleikjuslóðir fyrir austan og veitt bæði í Fjarðará á Borgarfirði eystra og Norðfjarðará í Neskaupstað. Og við kíkum einnig í Bjarnafjarðará á Ströndum. Loks er sagt frá heljarmiklu skoti sem kom á Barnafelli í Skjálfandafljóti og bæjarstjórinn á Akureyri veiddi á dögunum einn af allt of fáum löxum sem komið hafa á land úr Norðurá. Nú hlýtur að fara að rigna syðra og þá er von á veislu. Á myndinni er Eiður Pétursson með 107 sm hæng af Nesveiðum í Aðaldal.

 

 

23.12.2019

Skötudagur

22.11.2019

Aftur í silunginn?

5.4.2019

Snjóbirtingar

10.2.2019

Bónaðu línuna!

23.11.2018

Aftur í silunginn?