Flugufréttir vikunnar bjóða í ferðalag á Arnarvatnsheiði, í Veiðivötn, Laxárdal, Mývatnssveit, Stóru Laxá, Aðaldalinn, Hraunsfjörð, Elliðaárnar, Baulárvallavatn, Selvallavatn og Vestmannsvatn. Er það ekki bara býsna gott ferðalag? Margt að gerast í veiðinni um allt land.
Á myndinni eru systkinin Halla Bergþóra Björnsdóttir og Jón Helgi Björnsson með fyrsta lax sumarsins sem landað var á svæði Laxárfélagsins í Laxá í Aðaldal - en þó ekki fyrsta laxinn sem tók fluguna.