Sagt er frá ferð í Hlíðarvatn í Selvogi í Flugufréttum vikunnar þar sem himbriminn gerði árás, þar sem sjóbirtingur veiddist og þar sem fólk veiddi af báti þótt það sé bannað.
Við fjöllum einnig um nýjar kvótareglur á sjóbleikju í Fnjóská, segjum frá 4ra ára snáða sem landaði bleikju í Elliðavatni og spjöllum við Björn Hlyn Pétursson sem hefur miklar mætur á Geldingavatni, litlu vatni skammt frá höfuðborginni.
Myndin er af himbrimanum við Hlíðarvatn sem ver hreiður sitt fram í rauðan dauðann eins og vera ber.