2025 - 2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
24.5.2019

Kropp og árás himbrimans

"Ég hef varla lent í öðru eins í veiði. Himbriminn þaut fram hjá mér á bólakafi eins og tundurskeyti og lét gogginn vaða í löpp félagans. Buslugangur og andartaki síðar kom fuglinn rogginn úr kafi á að giska fimm metra frá okkur. "Andskotinn!" rumdi Valdi grettinn í framan og sló stönginni í átt að fuglinum."

Sagt er frá ferð í Hlíðarvatn í Selvogi í Flugufréttum vikunnar þar sem himbriminn gerði árás, þar sem sjóbirtingur veiddist og þar sem fólk veiddi af báti þótt það sé bannað.

Við fjöllum einnig um nýjar kvótareglur á sjóbleikju í Fnjóská, segjum frá 4ra ára snáða sem landaði bleikju í Elliðavatni og spjöllum við Björn Hlyn Pétursson sem hefur miklar mætur á Geldingavatni, litlu vatni skammt frá höfuðborginni.

Myndin er af himbrimanum við Hlíðarvatn sem ver hreiður sitt fram í rauðan dauðann eins og vera ber.

 

23.12.2019

Skötudagur

22.11.2019

Aftur í silunginn?

5.4.2019

Snjóbirtingar

10.2.2019

Bónaðu línuna!

23.11.2018

Aftur í silunginn?