Dýrðin, dýrðin. Myndin er tekin við Litluá í Kelduhverfi á miðvikudagskvöld. Hana tók Pálmi Gunnarsson sem segir í spánnýju tölublaði Flugufrétta frá ferð sinni í ána. Við fjöllum einnig um 80 ára afmæli SVFR og frumsýnum fyrst allra nýja afmælisflugu eftir Sigurð Héðinn, Stangó, sem Siggi segir að muni skila að lágmarki 80 löxum í sumar, einum fyrir hvert ár. Við mokfiskum síðan með Bjarna Bjarkasyni á Kárastöðum í Þingvallavatni og komum við í Brunná, Lónsá og Mýrarkvísl. Loks er spegúlerað aðeins í afbrigðum og útúrdúrum af flugunni góðu Watson's Fancy.