2025 - 2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
3.5.2019

Bleikjan farin að veiðast í Úlfljótsvatni!

Úlfljótsvatn í Grafningi er gjöfult veiðivatn sem er hluti af sama vatnakerfi og Þingvallavatn. Hið stutta Efra Sog rennur úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn og þaðan niður i Hvíta sem þá breytir um nafn og heitir Ölfusá. Í vatninu er bæði bleikja og urriði sem gaman er að eiga við, eins og Kristinn Elí Gunnarsson veit ósköp vel. 

Úlfljótsvatn í Grafningi er gjöfult veiðivatn sem er hluti af sama vatnakerfi og Þingvallavatn. Hið stutta Efra Sog rennur úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn og þaðan niður i Hvíta sem þá breytir um nafn og heitir Ölfusá.

Í vatninu er bæði bleikja og urriði sem gaman er að eiga við, eins og Kristinn Elí Gunnarsson veit ósköp vel. Hann hefur stundað vatnið síðustu þrjú ár og fór þangað á miðvikudaginn í góða veðrinu. Hann átti ekki endilega von á því að setja í marga fiska en annað kom á daginn. Bleikjan var í tökustuði og hann veiddi vel. "Þetta voru allt fínar og fallegar bleikjur," segir hann. "Sú stærsta var á milli fimm og sex pund!"

Kristinn var í Botnavíkinni, "hægra megin þar sem grjótið er og þær tóku allar lítinn Peacock kúluhaus." Aðferðin sem Kristinn notar er nokkuð sérstök. "Ég kasta eins langt út og ég get og leyfi púpunni að sökkva og liggja. Stöku sinnum hreyfi ég hana aðeins til og læt hana liggja á milli. Og yfirleitt tekur bleikjan púpuna þegar hún liggur."

23.12.2019

Skötudagur

22.11.2019

Aftur í silunginn?

5.4.2019

Snjóbirtingar

10.2.2019

Bónaðu línuna!

23.11.2018

Aftur í silunginn?