Víða um land voru þokkalegar aðstæður til vorveiða 1. apríl en það breyttist til hins verra daginn eftir. Í Flugufréttum vikunnar er hugað að vorveiðinni og við bregðum okkur einnig á afar áhugaverða kynningu á Jöklusvæðinu sem haldin var hjá SVAK í gærkvöldi. Á myndinni er Sævar Örn Hafsteinsson að landa sjóbirtingi í Húseyjarkvísl mánudaginn 1. apríl.