2025 - 2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
4.2.2019

Að ná flugu úr holdi

 

 


Það er sjálfsagður búnaður hjá hverjum veiðimanni að hafa fyrstu hjálpar kassa nálægt í veiðiferðum, annað hvort í bílnum eða veiðitöskunni. Hér er einfalt lítið plasthylki sem kemst auðveldlega fyrir í hvaða tösku sem er.  Í því er allt  sem þarf til að ná flugu eða öngli úr holdi.  

Þetta er svo einfaldur búnaður reyndar að óþarft er að kaupa sérstaklega, en við birtum hér mynd af safmi sem keypt var fyrir lítið í Bandaríkjunum.

Hér eru hreinsigrisjur, plástrar, og lítið tól sem notað er til að draga flugu úr holdi.  Handfang úr plasti, með girnislykkju sem notuð er til að bregða undir öngulinn.  Handfangið má búa til úr spítu á staðnum, en þetta er þægilegt ef grípa þarf til á bakkanum.


Leiðbeiningarnar eru einfaldar.  

1) Bregðið girnislykkjunni undir legginn á önglinum og dragið alveg niður að bug.  

2)  Þrýstið á fremri hluta öngulsins, hausinn, til að aftari hlutinn lyftist örlítið upp.

 3)  Haldið svona, og dragið út með jöfnu og þéttu átaki.   

 

Þetta verður hugsanlega aðeins sárt á meðan, en ef átakið er snöggt og ákveðið ætti þetta að duga.  Hreinsið vel á eftir með sótthreinsandi og setjið plástur yfir.  Athugið: Ef fluga fer í auga er þetta ekki ráðlegt, aðeins læknir getur metið slíka stöðu.  

Þótt menn hafi ekki þetta litla tól við höndina má auðveldlega gera sama gagn með heimatilbúnu efni.  Handfangið auðveldar þétt og jafnt átak, girnislykkjan þarf að þola að kippt sé þétt í.

23.12.2019

Skötudagur

22.11.2019

Aftur í silunginn?

5.4.2019

Snjóbirtingar

10.2.2019

Bónaðu línuna!

23.11.2018

Aftur í silunginn?