2025 - 2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
28.9.2018

Haustið læðist að fiskum og mönnum

Haustið læðist nú að fiskum og mönnum við ár og vötn. Flugufréttir vikunnar bera þess óhjákvæmilega merki: Trausti Haflidason reiðir fram frásögn af síðustu tveimur dögum sumarsins í Langá á Mýrum. Þar er nú gnótt hrygningarfisks en búið að taka burtu merkingar veiðistaða og þerra síðustu veiðifluguna. Snævarr Örn Georgsson kvaddi veiðisumarið með ánægjubrosi um síðustu helgi þegar kærastan landaði 78 sm nýgenginni hrygnu í einni af hliðarám Jöklu. Ásmundur K. Örnólfsson fór sáttur frá Hlíðarvatni í Selvogi og Halldor Gunnarsson gerði góða ferð í Affallið í Landeyjum. Loks birtist Steingrímur Sævarr Ólafsson okkur í rökkrinu við Varmá seint í gærkvöldi, þónokkuð kaldur en kátur, enda hafði dagurinn verið líflegur þrátt fyrir lítið vatn. Á myndinni er Trausti Hafliðason við Þjótanda í Langá á Mýrum fyrr í vikunni.

 

24.12.2018

Gleðileg Jól

23.11.2018

Kvenfólkið fundar