2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
29.6.2018

Stór straumur, betra vatn og eitraðir Vestfirðir

Vatn virðist vera að sjatna aðeins í ánum á Vesturlandi og stóri straumurinn um helgina mun trúlega segja alla söguna um það hvernig laxasumarið 2018 verður í þeim landshluta. Flugufréttir vikunnar voru á bökkum Hítarár og Laxár í Dölum í gær en báðar árnar hafa verið erfiðar sökum vatnavaxta. Við kíkjum einnig á svæði 4 í Stóru-Laxá en snúum okkur síðan að silungnum og gerum rósir í Laxárdal, Lónsá og Köldukvísl. Að auki er staldrað við í Kolku og Selfljóti. Loks er fjallað um menn sem ætla að sturta slatta af eitri í firðina fyrir vestan með fulltingi hins opinbera. Það er alltaf eitthvað og alls konar í Flugufréttum. Myndin er af sjóbleikju gærdagsins úr Selfljóti.

 

24.12.2018

Gleðileg Jól

23.11.2018

Kvenfólkið fundar