2025 - 2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
20.6.2018

Lífleg byrjun í Grímsá

Fyrri vaktin í Grímsá í dag gaf 11 laxa en veiðin hófst í ánni morgun, tveimur dögum fyrr en undanfarin ár.

Jóni Þór Júlíuson hjá Hreggnasa sagði í samtali við Flugur að mikið væri af fiski á neðri svæðum árinnar "og þetta er að meginu til smálax," segir Jón Þór. "Það segir okkur að stórlaxinn sé hugsanlega genginn upp á efstu svæðin og þar eigum við bara eftir að finna hann."

Að sögn Jóns Þórs voru um 20 til 30 laxar í fossinum í morgun þegar hann gekk fram á klöppina og skyggndi eftir laxi "og það gladdi mig mjög að sjá hversu mikið af laxi hafði skilað sér í ána." Hann segir greinileg batamerki á Grímsá og ef fram fer sem horfir gæti veiðin hafist fyrr í ánni á næstu árum, "hugsanlega 17. júní en áin var í mörg ár opnuð fyrir veiði á þjóðhátíðardaginn," segir Jón Þór.

Tökurnar í morgun voru skemmtilegar, "yfirborðstökur þar sem veiðimenn voru að "hitca" með smáflugum," segir Jón Þór Júlíusson hjá Hreggnasa.

 

24.12.2018

Gleðileg Jól

23.11.2018

Kvenfólkið fundar