2025 - 2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
11.6.2018

Stórir urriðar og útlendingar í Laxárdal

Veiðin hefur gengið vel á urriðasvæðinu í Laxá í laxárdal nú í sumarbyrjun. Opnunarhollið veiddi tæplega 50 fiska og þeir voru vænir, einungis 14 þeirra voru undir 60 sentímetrum að sögn Bjarna Höskuldssonar staðarhaldara. Hann segir að fiskurinn sé vel haldinn og því má sannarlega gera ráð fyrir sannkölluðu stórfiskasumri í dalnum.

Laxárdalurinn hefur verið afar vinsæll meðal erlendra veiðimanna en Bjarni segist finna fyrir auknum áhuga Íslendinga sem vonandi skilar sér. Að sögn Bjarna voru Íslendingar í opnunarhollinu og aðrir koma í águst en fram að því hafa nánast eingöngu erlendir veiðimenn bókað daga í dalnum.

Að sögn Bjarna er töluvert laust í dalnum í sumar. Hann segir að um 50% veiðileyfanna séu seld og mest á tímabilinu 25. júní til 12. ágúst, þannig að enn er töluvert framboð leyfa á þessu dulmagnaða svæði. Á fb-síðunni Rauðhólar, síðu svæðisins er nýleg færsla sem segir heilmikið um veiðina í dalnum, "í gær fóru héðan þrír drengir sem voru við veiðar með tvær stangir í 2 og hálfan dag. Þeir lönduðu 20 urriðum á þessum fimm vöktum og meðallengd á þeim var 63,4 cm. Okkur finnst það ásættanlegt.

Á myndinni má sá Bjarna Höskuldsson með fyrsta þurrflugufiskinn sem hann veiddi í sumar, 68 cm í Birningsstaðaflóa.

 

 

24.12.2018

Gleðileg Jól

23.11.2018

Kvenfólkið fundar