Skilyrðin voru ekki beint ákjósanleg þegar veiðin hófst í Blöndu í morgun. Við heyrðum í Höskuldi Birki Erlingssyni uppúr klukkan tíu í morgun og hann sagði ána vatnsmikla og að töluvert hafði bætt í hana frá deginum áður. Hún var einnig töluvert litaðri en veiðimenn hefðu kosið. Erfiðar aðstæður en engu að síður gengu veiðarnar ágætlega.
Árni Baldursson tók fyrstu flugulaxanna í morgun, hann kastaði á Breiðuna og báðir tóku þeir Frigga. Fyrstu laxarnir úr Blöndu komu hins vegar fyrr í morgun og báðir úr Damminum. Sá fyrsti að norðanverðu sem Höskuldur segir frekar óvenjuleg en veiðimaðurinn Rúdolf Jósepsson var varla byrjaður að eiga við hann þegar Brynjar Hreggviðsson, leiðsögumaður hjá Lax-á var kominn með kengbogna stöng. Báðir lönduðu þeir löxunum, Rúdolf 80 sentímetra laxi en Árni 92 sentímetra, þykkum og fallegum eins og sést á meðfylgjandi mynd sem Höskuldur Birkir Erlingsson tók.
Dammurinn er maðkaveiðistaður en Friðjón í Veiðiflugum vildi sína það og sanna í morgun að þar væri hægt að veiða á flugu og það tókst honum. Lax tók fluguna en þekkti staðhætti og vel og stakk sér niður í iðuna og hvarf.
Allt þetta gerðist á fyrsta klukkutímanum í morgun og sumarið allt eftir.