2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
4.6.2018

Góð opnun í Norðurá

Það var mögnuð stemning þegar veiðin hófst í Norðurá í morgun og öll augu beindust að heiðursgestunum tveimur, Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgarar og Sindra Sigurgeirssonar, formanns Bændasamtakanna.
 
Þegar Flugufréttir heyrðu í Einari Sigfússyni, umsjónarmanni árinnar nú í hádeginu voru sjö laxar komnir á land og höfðu Þórunn og Sindri náð sitt hvorum laxinum á land. Þórunn náði 79 sentímetra langri hrygni sem var 5,2 kg að þyngd. Að auki hafði Þórunn misst einn en heldur meira var búið að vera að gera hjá Sindra. Hann hafði náð einum en misst fjóra, þar af sannkallaðan stórlax sem "fór með okkur niður úr öllu," eins og Einar orðaði það. Laxinn sem Sindri náði var hængur, 82 sentímetra langur og hann var 5,7 kíló. 
 
Einar var að vonum ánægður með byrjunina í Norðurá og sagði laxinn koma fallegan og vel haldinn úr sjó.
 

 

24.12.2018

Gleðileg Jól

23.11.2018

Kvenfólkið fundar