2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
29.4.2018

Ploggum - ruslið getur drepið

Flugufréttir björguðu lífi á föstudaginn. Við ókum Drottningarbrautina á Akureyri og sáum álft í vanda á Leirutjörninni. Hún kveinkaði sér og gat sig hvergi hrært. Við hringdum á hjálp, dýraeftirlitið og löggan mættu og björguðu þessum fallega fugli. Í ljós kom  álfitin var föstu í girni sem hafðist vafist utan um hana, stórt flotholt hékk við kvið álftarinnar og lítill öngull var á kafi í öðrum fætinum. Þetta fór allt vel og vonandi halda álftahjónin á Leirutjörninni áfram að gleðja Innbæinga og aðra Akureyringa mörg komandi ár.
En brýna þarf fyrir veiðimönnum, ungum sem öldnum, enn og aftur að skilja ekkert eftir sig nema sporin sín á bakkanum. Aldrei, aldrei ,aldrei að skilja eftir girnisflækjur, flotholt, öngla eða agn á bakkanum. Aldrei.
 

 

24.12.2018

Gleðileg Jól

23.11.2018

Kvenfólkið fundar