2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
1.4.2018

Alveg ágæt byrjun í Varmá

Vaskir menn og vaskar konur héldu til veiða í dag, 1. apríl á fyrsta formlega veiðidegi ársins. Um miðjan dag heyrðum við í Hirti Oddssyni sem var það lánsamur að fá að opna Varmá ásamt félögum sínum.
 
Fyrsta val Hjartar í morgun var að veiða andstreymis með púpum en það gekk ekki sem skyldi. "Þá skipti ég yfir í straumflugur og þá fór þetta að ganga og einna best gekk hjá mér með Dýrbít með gúmmílöppum," segir Hjörtur og bætir við að Nobblerinn hafi einnig komið sterkur inn í hjá þeim í dag.
 
Veiðin hjá þeim félögum var alveg ágæt. Hjörtur var reyndar ekki kominn með aflatölur hjá öllum en sagði að um miðjan dag hefðu flestir verið komnir með fimm til átta fiska á stöngina!
 
 

 

24.12.2018

Gleðileg Jól

23.11.2018

Kvenfólkið fundar