2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
21.6.2017

Bullandi laxveiði í Þjórsá

 Það má með sanni segja að tilraunaveiðin við urriðafoss í Þjórsá hafi gengið vel. Þar hófst veiðin 1. júní síðastliðinn. Á svæðinu er veitt á tvær stangir og kvótinn er fimm laxar á stöng á dag. Harpa Hlín Þórðardóttir hjá Iceland Outfitters sem er með svæðið á leigu, sagði í samtali við Flugufréttir að kvótanum væri iðulega náð og oft fyrir hádegi. 

"Við vissum í raun og veru ekki út í hvað við vorum að fara en vorum spennt og það voru bændurnir líka enda vissu hvað þeir að þarna væri töluvert af laxi enda höfðu verið að veiða þarna í net síðustu áratugina," segir Harpa.

Það sem hefur komið einna mest á óvart er hversu vel gengur að veiða á flugu á veiðisvæðinu, því áin er skoluð eins og flestir vita. En góðir veiðimenn virðast ekki vera í vandræðum með að veiða á flugu við fossinn að sögn Hörpu sem segir hefðbundnar túpur í stærri kantinum gefa vel.

Nánar er fjallað um veiðina í Þjórsá í Flugufréttum vikunnar.

13.10.2017

Lax og urriðadans

8.8.2017

Fluga aldarinnar