Veiði hefur farið vel af stað í Þverá og Brennu þetta sumarið. Nóg er af fallegum smálaxi og nokkrir lurkar á sveimi. Hollið sem var að klára í dag, sunnudag, landaði 42 en missti marga.
Tíðindamaður Flugna segir að á hádegi í dag hafi alls 53 laxar verið komnir á land úr Þverá og 35 laxar úr Brennu.
"Þetta er fallegur smálax, vel haldinn og nokkrir lurkar á sveimi. Hollið sem var að klára Þverá og Brennu setti í 85 laxa, lönduðu 42. Merkilegt hversu margir láku af," segir okkar maður í Þverá og Brennu.
Á myndinni hér að neðan er Ralph frá Þýskalandi með einn 86 sm sem tekinn var á Metallica micro cone í Klapparfljóti. Á myndinni að ofan er Holger með 80 sm sem tekinn var í Kirkjustreng á Collie Dog.