2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
12.6.2017

Gleymdi háfnum og missti fiskana

Vinur Flugufrétta brá sér í Vestmannsvatn í gær en vatnið er eitt af þeim sem eru á Veiðikortinu. Frétt okkar um 100 silunga sem þrír félagar fengu á stuttum tíma hefur líklega kveikt í mörgum en nú hefur kólnað fyrir norðan og það var ekki mikið líf í gær. Þó tókst okkar manni að særa upp þrjá urriða sem voru á bilinu 35-42 sm.

"Ég fékk þetta á Símalínuna sem er fluga sem ég hnýtti fyrst fyrir nokkrum árum og hefur oft gefið vel," sagði Guðmundur Ármann Sigurjónsson nýkominn heim úr Vestmannsvatni. "Ég missti þrjá fiska því ég nennti ekki að vaða í land og hafði gleymt háfnum heima."

Það borgar sig aldrei að fara vanbúinn til veiða.

Á myndinni er stærsti urriðinn sem Guðmundur landaði úr Vestmannsvatni í gær.

-rhr

13.10.2017

Lax og urriðadans

8.8.2017

Fluga aldarinnar