Hálendið heillar og þangað förum við í Flugufréttum vikunnar í fylgd Gunnars Arnar Petersen sem þekkir Köldukvísl og Tungnaá betur en flestir aðrir. Við flytjum líka 21.610 laxaseiði að Fnjóská, löndum urriðum og bleikjum úr Vestmannsvatni og kíkjum á stórfiska í Öxarfirðinum. Flugufréttir með morgunkaffinu alla föstudaga allan ársins hring. Myndin er frá Tungnaá.