2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
5.5.2017

Eldisfiskur í Varmá

Staðfest er að síðustu daga hafa a.m.k. þrír regnbogasilungar veiðst í Varmá, líklega fleiri. Stjáni Ben hjá SVFR sagði í samtali við Flugufréttir í kvöld að verið væri að rannsaka málið og að a.m.k. einn fiskanna væri augljóslega strokufiskur úr sjókvíaeldi, sporð- og uggaétinn. 

Síðustu áratugi hafa annað slagið veiðst sjógengnir regnbogasilungar í Varmá, svokallaðir stálhausar, en þeir hafa verið silfraðir og vel á sig komnir, með nokkuð heilan sporð og ugga. Hefur því jafnvel verið haldið fram að hrygning regnbogasilungs hafi einhvern tímann tekist í Varmá vegna þess hversu hátt hitastig árinnar er.

Hér er eitthvað allt annað á ferðinni. Hefur enn ein kvíin brostið eða eru þetta fiskar úr slysasleppingunni síðasta sumar?

Haus af einum fiskanna hefur verið sendur til MAST til skoðunar og sannleikurinn um upprunann kemur vonandi í ljós innan tíðar.

13.10.2017

Lax og urriðadans

8.8.2017

Fluga aldarinnar