Hún var eftirminnileg ferðin sem Róbert Haraldsson fór með ungt amerískt par í Fljótaá síðasta sumar og sagt er frá í Flugufréttum vikunnar. Ekki er síður forvitnilegt að lesa um tilboðin sem bárust í Mýrarkvísl eða um 30 punda þorsk sem veiddist á flugu skammt utan Reykjavíkur á dögunum. Einnig berast okkur fréttir af laxveiðinni fyrir vestan frá sérlegum fréttaritara okkar á Ísafirði og Högni Harðarsson býður okkur í silungarall um Norðurland. Já, það kennir ýmissa grasa í Flugufréttum vikunnar.