Ekki hefur mikið borið á sjóbirtingssögum þetta haustið en við fáum að heyra eina vel lukkaða í Flugufréttum vikunnar: 14 birtingar á tveimur dögum í Geirlandsá þrátt fyrir kakóvatn og allir á bilinu 6,5-11,5 pund. Einnig er fjallað um aðra hlið á stóra Norðurár-málinu, þefað af Elliðavatni og komið við víðar. Ertu ekki örugglega áskrifandi? Funheitar Flugufréttir með morgunkaffinu alla föstudagsmorgna allan ársins hring.