Í Flugufréttum vikunnar tökum við púlsinn á sjóbirtingsveiðunum en síðustu daga hefur birtingurinn gengið upp í árnar í töluverðum mæli, veiðimönnum til mikillar gleði.
Við heyrum af manni sem sendi konu í afríku peninga sem hún notaði til þess að kaupa sér öngla, fjaðrir og væs. Nú er hún með nokkrar konur í vinnu og selur flugur víða um lönd.
Við forvitnumst um athuganir og rannsóknir á fiskidauðanum í Kleifarvatni, skoðum tékkneskar nympur og lærum að hnýta þær.
Já, það er sitthvað í Flugufréttum vikunnar.