Laxveiðinni er ótrúlega misskipt og má sjá tölur sem vekja athygli. Brennan er enn aflahæst miðað við afla stöng, en Selá (6 stangir) í öðru sæti yfir heildarafla er mjög góð miðað við stangafjölda við hlið Ytri Rangár (20 stangir) sem trónir á toppnum yfir aflasæld. Ytri Rangá er með tæpa þúsund laxa eins og staðan er 25. júlí samkvæmt www.angling.is en Selá í öðru sæti með rúma 700. En Brennan er með um 125 laxa á dagsstöngina, aðeins veitt á tvær stangir, og heildaraflinn um 250. Norðurá er í mikilli niðursveifllu
og segir á svfr.is að stefni í lakasta ár um árabil. Blanda er einng mjög slök og svo er um margar fleiri. Laxagöngur í júlí hafa hreinlega brugðist að mestu.
Rigningar sem áttu að bjarga miklum um síðustu helgi þegar var stór straumur komu mun vægari en búist var við þótt hresstist á stöku stað eins og í Dölum og á Mýrum og Snæfellsnesi.
Áhyggjur manna eru því miklar nú, en við höfum áður lifað slakan júlí sem varð svo að ,,bingó" æði í ágúst þegar fór að rigna.