Raggi Sót með sjóbleikju í fyrsta kasti í Vatnsdalsá.
Veðurblíðan á Íslandi er með eindæmum. Það bitnar ekki síst á laxveiðimönnum. Við förum hringinn í Flugufréttum vikunnar: Gefum góð ráð um val á laxaflugum í þurrki, segjum frá sjóbleikjunni sem er komin eða að koma víða um land, skreppum í Vatnsdalsá, Hofsá í Vopnafirði, Krossá á Skarðsströnd, Norðurá, Elliðavatn, Mýrarkvísl og Leirutjörnina á Akureyri sem gaf 50 sm urriða í gærmorgun. Alltaf eitthvað skemmtilegt í Flugufréttum.