Í Flugufréttum vikunnar drögum við út glæsilegan vinning frá Árvík, m.a. A3 Scott stöng að eigin vali að andvirði 59.900 krónur. Við fjöllum um ástaðið í Hlíðarvatni, frábæra byrjun í Elliðaánum sem nú eru komnar í hóp sjálfbærra laxveiðiána og skautum yfir árnar á Mýrunum sem allar byrjuðu vel í ár.
Stefán Jón Hafstein sendi okkur póstkort úr Laxá í Mývatnssveit þar sem milljónir mývargs koma við sögu og þessi stóri í Skurðinum: Síðasti morguninn á Geirastöðum: Sól í heiði, en láti maður stóra straumflugu detta þar sem skugga ber á Skurðinn má láta sér detta í hug að urriði komi. Og það gerði hann. Ég hélt að væri fast og rykkti tvisvar í, reyndi svo að slíta, en þá fór festan út um einn metra og kafaði. ,,Ekki kasta þarna" sagði Kolbeinn heitinn Grímsson um stórfiskastaði, ,,...þið ráðið ekkert við þá". Það gilti líka nú. En þennan sá ég. Hann teiknaði útlínurnar vel þegar hann bar við hvítfyssi á stökki. Hrikalega þykkur...