2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
28.5.2012

Félagsskapur í fyrsta sæti, veiði í öðru sæti

Einn af eftirlætis leikurum þjóðarinnar er án efa Sigurður Sigurjónsson,  eða Siggi eins og hann er jafnan kallaður.  Hann virðist geta brugðið sér í hlutverk hvers sem er og hefur skapað ódauðlega karaktera í sjónvarpi, kvikmyndum og á leiksviði. En þegar Siggi fer að veiða á sumrin, er hann ekki í neinu hlutverki, hann er bara hann sjálfur, maður sem elskar veiðiferðir.  Sigurður segist ekki eiga pantaða veiði á jafn mörgum stöðum núna eins og áður:
 

,,Núna veiði ég bara eins og vindurinn blæs hverju sinni, enda ekki eins æstur og ég var. Maður hefur sem betur fer þroskast smá... jú fastir veiðifélagar eru nú í dag stórfjöskyldan... og svo eru það auðvitað mínir vinir úr leikarastétt  og þar eru margir miklir veiðimenn. Það er með okkur eins og aðra sem vinnum í gluggalausu umhverfi  að það er svo gott að komast út á vorin, og hvað er þá betra en að fara til fjalla og veiða?"

Siggi segir stærstu tilhlökkunina vera...

 ,,  að fara í Veiðivötn með frábærum hópi fólks, eins og við höfum gert undanfarin ár. Þar er umhverfi og félagsskapur í fyrsta sæti og veiði í öðru sæti. Svona er nú komið fyrir manni!"

 Er einhver nýr staður sem stendur til að prófa í sumar?

,, Já ég er reyndar að fara að veiða í Laxá á Ásum í júni á silungasvæði. Sem er eitthvað sem menn eru að prufa, það verður spennandi... maður getur þá allvega sagt að maður hafi veitt í Laxá á Ásum (gott að hafa það í ferilsskránni)!"

Er eitthvað nýtt að gerast í tækjadeildini hjá þér, áttu þér daumagræju, búinn að festa kaup á nýrri stöng, hjóli eða nýrri flugu?

,,Ég er nú ekki mikil græjumaður, held mig bara við mína Sage stöng, sem hefur dugað nokk, reyndar búinn að skipta um handfang og topp nokkrum sinnum, samt  virkar hún vel. Svo fékk ég  tvíhendu í afmælisgjöf fyrir skömmu, og það er verkfæri sem gaman er að brasa með, á réttum veiðsvæðum. Það voru alveg ný vísindi fyrir mig."

En hvernig líst honum á þróun veiðileyfa núna?

,, Mér líst bara ekki vel á þessa þróun, og hefur ekki litist vel á hana undanfarin ár."

Og stóri draumurinn er....?

,, Minn stærsti draumur í veiði er sá, að við venjulegir  Íslendingar getum notið þess að stunda stangveiði, án þess að borga aleiguna fyrir einn stangardag."

 

 

21.12.2012

Magnaðar flugur1

9.11.2012

Formenn og fiskar

25.7.2012

Enn einn boltinn

23.7.2012

109 sm úr Selá

16.7.2012

Þrjátíu punda?

28.6.2012

Nýtt laxasetur

21.6.2012

Fín laxveiði

21.6.2012

Rólegt í Laxá

1.6.2012

Tröll og tafir

30.5.2012

Opnunin í Laxá

8.5.2012

Bo á sér draum

13.4.2012

Ördeyða?