Kristján Þór Júlíusson alþingismaður segist vera íhald hvað varði val á veiðiám og segir gjald á veiðileyfum komin út úr öllu korti, sem þýði að ástríðuveiðimenn hafi ekki efni á að veiða í takt við brennandi þrá. En veiðidraumurinn er þriggja stafa tala:
,,Ég er og verð íhald í veiðisvæðum. Fnjóska og Eyjafjarðará eru og verða alltaf mínir föstu áfangastaðir á hverju veiðisumri og í venjulegu ári kem ég svo einnig við í nokkrum öðrum ám. Gunnar sonur minn og Hermann Brynjarsson og Sigurður Gestsson hafa oftast þurft að bera þann kross að vera í félagi við mig á veiðum og ég geri ráð fyrir litlum breytingum í þá veru í sumar," segir Kristján Þór
. ,,Stærsta tilhlökkunin fyrir sumarið er bleikjubardagi á fimmta svæði Eyjafjarðarárinnar..."
En þrátt fyrir að þú segist vera íhald í veiðimálum, eru þá einhverjir nýir staðir sem þú ætlar að prófa í sumar?
,,Já, það gæti vel verið. Það hefur alltaf blundað í mér að leita meira í bleikju og ég er að skoða vænlega staði á Norðausturkjördæmi. Úr nógu er að velja ? bara láta vaða"
En hvað með veiðigræjur, er eitthvað nýtt hjá þér þar?
,,Nei, ekkert nýtt þar á ferð ? ég er sáttur við úthaldið eins og það er. Ef ég bæti einhverju við þá væri óskastaðan sú að setjast niður og smíða mína eigin tvíhendu."
Hvernig líst þér á þróun markaðsins ? veiðileyfa - hjá okkur?
,, Verð á veiðileyfum í laxi eru á besta tíma í bestu ánum komin ú túr öllu korti fyrir allar venjulegar fjölskyldur -því miður fyrir okkur, sem eru ástríðuveiðimenn, sem ekki hafa efni til að veiða í takt við brennandi þrá. Fátt bendir til að þetta breytist í bráð."
Hver er stærsti draumurinn í veiði hjá þér?
,,101 cm..."