Norðurá, Hlíðarvatn, Kleifarvatn, Laxá í Dölum, Hítará, Fossálar, Ólafsfjarðará, Reykjadalsá, Geirlandsá, Grenlækur, Djúpavatn, Svarfaðardalsá, Hörgá, Ölfusá, Baugsstaðaós, Elliðaár, Sogið og Tungufljót. Hvað eiga þessar veiðislóðir sameiginlegt? Jú, þær ber allar á góma í Flugufréttum vikunnar þar sem rætt er við formenn nokkurra stærstu stangaveiðifélaga landsins um vonir og vonbrigði sumarsins 2011.