,,Er það ótrúleg tilviljun að einn og sami maður hafi orðið vitni að löndun rúmlega þriðjungs sumaraflans" segir á vef Stangaveiðifélagsins um skráningu á laxi á Þrastalundarsvæðinu í Sogi. Ástæða þessara orða er sú að aðeins 13 laxar eru skráðir yfir sumarið og einn og sami maður sá fimm löxum landað á bakkanum öndvert. Aðrir hafa ,,ítrekað" séð löxum landað. Málið er þeim mun dularfyllra, ef rýnt er í rúnirnar á vef Stangó, vegna þess að sérstaklega er takið fram að ,,sömu mennirnir" sækist eftir veiðileyfum á svæðinu! ,,Ljóst er að nánast ekkert er fært til bókar" segir í fréttinni og þar með vísað á lausn þessa dularfulla máls. Þrastalundur: Laxasvæði fyrir skrifblinda?
Á öðrum svæðum er nú veiði í sókn og stórveiði gafst á tveimur dögum í Alviðru þegar 22 löxum var landað og þar af einum metfiski ársins upp á 104 sm., en honum var sleppt.