2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
15.6.2011

Boða smálaxagöngur gott?


Þverá-Kjarrá var opnuð í dag, önnur borgfirskra áa og spenna á bakkanum þótt norðan rok og kuldi setti svip á menn með munnherkjum, fjórir laxar komu úr Þverá í morgun.  Það vekur athygli í Borgarfirðinum að nú sjást smálaxar á ferð og þykir mörgum boða gott að sjá þá í fyrra fallinu.  Nokkrir hafa þegar veiðst í Norðurá og sést í öðrum ám á Vesturlandi.  Flugur.is náðu tali af Dr. Jónasi Jónssyni sem sagði að fyrrum hefði hann talið að svona snemmgenginn smálax boðaði að mikið yrði af honum á vertíðinni, en bætti við að það hefði reyndar ekki verið raunin í fyrra þegar botninn datt úr göngum smálaxa sem hófust snemma.  Jónasi líst

hins vegar vel á byrjun veiðitímabilsins þótt hann vilji ekki lesa alltof mikið í stöðuna, menn séu búnir að færa opnun aftar í mánuðinn og veiði samt minna en oft á árum árum og svo sé ekki vísindalegt að lesa of mikið í tröllasögur - kímir doktorinn.  En hann minnir á að nú sé vatn gott og örvi göngur svo byrjunin lofi bara góðu.  Fyrir norðan sé hins vegar svo kalt að mönnum sé vorkunn.  Myndin sýnir Óskar Pál Sveinsson að verki á bökkum Norðurár í gær.

27.11.2011

Minningar

25.9.2011

Flottar túpur

21.9.2011

Laglega gert

16.9.2011

Hjálp að handan

25.8.2011

Hörkuslagur

25.8.2011

Glæsifiskur

24.8.2011

Enn gengur lax

11.8.2011

Hængurinn Finnur

24.7.2011

Glæsilegir fiskar

20.7.2011

Laglegt!

18.7.2011

Laxá lifnar

5.7.2011

Góður!

28.6.2011

Þarf ekki mikið!

20.6.2011

Góð opnun víða

20.6.2011

Flott!

24.5.2011

Andlátsfregn

2.5.2011

Á veiðum

28.4.2011

Smáir smálaxar

18.4.2011

Fleirir stórir

17.4.2011

Upp í 14 pundara

25.3.2011

Fjórar flottar!

7.1.2011

Örfáir dagar